KVENNAFRÍ 2016 – KJARAJAFNRÉTTI STRAX!

Konur eru hvattar til að taka þátt í baráttunni fyrir jöfnum launum kynjanna með því að leggja niður…
Konur eru hvattar til að taka þátt í baráttunni fyrir jöfnum launum kynjanna með því að leggja niður störf kl. 14.38 kvennafrídaginn 24. október.

 Mánudaginn 24. október næstkomandi, hyggjast konur um land allt leggja niður vinnu kl. 14:38, mæta á samstöðufundi og/eða taka þátt á táknrænan hátt í samstöðu um kröfuna um „kjarajafnrétti strax“.

Fljótsdalshérað gerir ekki athugasemdir við það að konur sem starfa hjá sveitarfélaginu taki þátt í þessu og mun ekki skerða launagreiðslur til þeirra vegna viðburðarins.

Forstöðumenn allra stofnanna eru hvattir til að skipuleggja starf sinna stofnanna þannig að sem minnst röskun verði fyrir þjónustuþega. Ekki síst á þetta við í leikskólum, grunnskólum og í stofnunum á vegum félagsþjónustunnar.

f.h. bæjarstjóra
Stefán Bragason