28.06.2017
kl. 10:53
Jóhanna Hafliðadóttir
Nú fer að sjá fyrir endann á framkvæmdum við Tjarnarbraut. Búið er að skipta út efsta jarðvegslaginu og jafna og verið er að hefla götuna og undirbúa fyrir malbikunarframkvæmdir sem eru fyrirhugaðar á þriðjudag/miðvikudag.
Lesa
27.06.2017
kl. 15:40
Jóhanna Hafliðadóttir
Sumarnámskeið fyrir hressa krakka var haldið dagana 6-24. júní á vegum félagsmiðstöðvarinnar Nýungar. Námskeiðið gekk ljómandi vel, þrátt fyrir að veðurguðirnir hefðu mátt verið hópnum örlítið hliðhollari. Yfir þrjátíu krakkar tóku þátt í þessu námskeiðinu.
Lesa
27.06.2017
kl. 09:52
Jóhanna Hafliðadóttir
Eins og undanfarin ár skarta nokkrir gluggar og veggir á fjölförnum stöðum á Egilsstöðum og í Fellabæ ljóðum og kvæðum heimafólks. Þetta er í sjötta sinn sem þetta er gert undir formerkjunum Ljóð á vegg. Í ár er 70 ára kaupstaðarafmælis Egilsstaða minnst og því ákvað stjórn verkefnisins Ljóð á vegg að velja ljóð og kvæði eftir fólk sem á eða hefur búið á Héraði. Á bæklingi sem gefinn var út í tilefni verkefnisins má sjá hvar ljóðin eru á veggjum eða í gluggum.
Lesa
23.06.2017
kl. 09:58
Jóhanna Hafliðadóttir
Á miðvikudaginn, þann 21. júní 2017, var opnuð í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum sýningin Strandamaðurinn sterki, um afreksmanninn og kúluvarparann Hrein Halldórsson. Við það tilefni var Hreinn sæmdur heiðurskrossi Frjálsíþróttasambands Íslands, en aðeins fimm einstaklingar fá að bera þá orðu á hverjum tíma.
Lesa
22.06.2017
kl. 09:59
Jóhanna Hafliðadóttir
Um síðustu mánaðamót fór íbúafjöldi Fljótsdalshéraðs yfir 3.500. En það gerðist síðast á tímabilinu 2006 og 2009 þegar mikill fjöldi starfsmanna var búsettur í nokkrum sveitarfélögum á Austurlandi vegna uppbyggingar álvers á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal.
Lesa
20.06.2017
kl. 13:31
Jóhanna Hafliðadóttir
Fljótsdalshérað vinnur nú að gerð húsaskrár yfir elstu byggingar í sveitarfélaginu og snýr fyrsti áfangi verkefnisins að skráningu elstu húsa í Egilsstaðabæ.
Lesa
19.06.2017
kl. 15:17
Jóhanna Hafliðadóttir
Samningur á milli Fljótsdalshéraðs og Íþróttafélagsins Hattar um uppbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum var undirritaður 17. júní í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Á sama stað fóru fram hátíðarhöld vegna Þjóðhátíðardagsins og strax að undirritun lokinni var boðið upp á fimleikasýningu fimleikadeildar Hattar.
Lesa
18.06.2017
kl. 00:00
Jóhanna Hafliðadóttir
259. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 21. júní 2017 og hefst hann kl. 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni.
Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
15.06.2017
kl. 21:57
Jóhanna Hafliðadóttir
Miðvikudaginn 14. júní var tekin í notkun lyfta sem mun stórbæta aðgengi fatlaðra að sundlaug, vaðlaug og heitum potti við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Lyftan er gjöf frá Soroptimistaklúbbi Austurlands.
Lesa
14.06.2017
kl. 09:46
Jóhanna Hafliðadóttir
Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur 17. júní í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum með fjölbreyttri dagskrá frá morgni og fram eftir degi. Þá verða 3 sýningar opnaðar í Sláturhúsinu en minnt er á að Íþróttamiðstöðin er lokuð allan daginn.
Lesa