Velheppnað sumarnámskeið að baki

Hópurinn í gönguferðinni í Bjargselsbotna
Hópurinn í gönguferðinni í Bjargselsbotna

Sumarnámskeið fyrir hressa krakka var haldið dagana 6-24. júní á vegum félagsmiðstöðvarinnar Nýungar.

Námskeiðið gekk ljómandi vel, þrátt fyrir að veðurguðirnir hefðu mátt verið hópnum örlítið hliðhollari. Yfir þrjátíu krakkar tóku þátt í þessu námskeiðinu og þótti leiðbeinendum virkilega gaman að sjá kunnugleg andlit frá í fyrra.

Það var ýmislegt brallað eins og frisbígolf, sundferðir, skógarfjör, ýmsir hópeflisleikir, bogfimi, ratleikur, grillveisla, gönguferð í Bjargselsbotna og heimsóknir í Björgunarsveitina og Minjasafnið, svo eitthvað sé nefnt.

Starfsfólk í félagsmiðstöðinni Nýung þakka kærlega fyrir stórskemmtilegt námskeið og óska öllum áframhaldandi gleðilegs sumars.