Fréttir

Geðræktarfyrirlestur í Ásheimum

Friðþór Vestmann Ingason heldur fyrirlestur í Ásheimum mann- og geðræktarmiðstöð, Miðvangi 22, fimmtudaginn 3. maí klukkan 20. Hann kynnir þar bók sína Lærdómsvegurinn og segir sögu sína og fjölskyldunnar, eftir að hann greindist með geðsjúkdóm og var lagður inn á geðdeild.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 2. maí

274. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjar-stjórnar miðvikudaginn 2. maí 2018 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Hjólað í vinnuna 2018 hefst 2. maí

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna um allt land í þrjár vikur ár hvert. Verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2003 og á síðasta ári voru tæplega 400 vinnustaðir skráðir til leiks. Í ár fer Hjólað í vinnuna fram frá 2. – 22. maí, en hægt er að skrá sig fram á síðasta dag.
Lesa

Yfir landamærin - einleikssýning fyrir 6 ára og eldri

Leiksýningin Yfir landamærin verður sýnd í Sláturhúsinu menningarmiðstöð þriðjudaginn 1. maí klukkan 15:00. Sýningin gerist á lítilli lestarstöð í Englandi árið 1939. Hana, 9 ára gyðingastúlka bíður eftir að vera sótt af nýjum foreldrum og að hefja nýtt líf á nýjum stað í landi þar sem enginn talar málið hennar. Sýningin er á tékknesku en er ætluð áhorfendum, 6 ára og eldri, sem ekki tala eða skilja það mál.
Lesa

Nýr heiðarbýlabæklingur gefinn út

Um þessar mundir er verið að gefa út nýjan glæsilegan bækling um heiðarbýlin á Jökuldals- og Vopnafjarðarheiðum. Hann kemur í staðinn fyrir bækling sem gefinn var út upphafalega fyrir um tíu árum. Nýi bæklingurinn er með myndum frá 26 býlum sem voru á heiðunum og er á íslensku og ensku.
Lesa

Tillaga um breytingu á aðalskipulagi vegna Kröflulínu 3

Útbúin hefur verið verkefnislýsing þar sem gerð er grein fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028, vegna Kröflulínu 3. Kröflulína 3 fer um þrjú sveitarfélög: Skútustaðarhrepp, Fljótsdalshérað og Fljótsdalshrepp. Áætluð lengd línunnar er 122 km og mun hún liggja að mestu samsíða Kröflulínu 2.
Lesa

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Auglýsing frá yfirkjörstjórn Fljótsdalshéraðs: Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði, sem fram fara hinn 26. maí 2018, rennur út kl. 12 á hádegi laugardaginn 5. maí 2018
Lesa

Kanadíski kvikmyndadagurinn í Sláturhúsinu

Fimmtudaginn 26. apríl tekur Kvikmyndaklúbbur Sláturhússins þátt í Kanadíska kvikmyndadeginum. Af tilefninu verður sýnd kanadíska gamanmyndin La grande Séduction að viðstöddum kanadíska sendiherranum á Íslandi, Anne-Tamare Lorre, sem býður upp á léttar veitingar fyrir sýningu og spjall á eftir hana
Lesa

Unnið verði með niðurstöður skoðanakönnunar að loknum sveitarstjórnarkosningum

Bæjarstjórn hvetur fulltrúa viðkomandi sveitarfélaga, í framhaldi af sveitarstjórnarkosningum í vor, til að undirbúa viðræður um mögulega sameiningu þeirra sveitarfélaga þar sem niðurstaða var afgerandi
Lesa

Opnar æfingar bogfimideildar Skaust

Á Fljótsdalshéraði er starfrækt öflug bogfimideild innan Skotfélags Austurlands. Eiga Héraðsbúar þar landsliðsfólk, Íslandsmeistara og Íslandsmethafa.
Lesa