Á Fljótsdalshéraði er starfrækt öflug bogfimideild innan Skotfélags Austurlands. Eiga Héraðsbúar þar landsliðsfólk, Íslandsmeistara og Íslandsmethafa.
Eru skipulagðar æfingar deildarinnar þrisvar sinnum í viku að staðaldri, en einu sinni í mánuði á að bjóða upp á opnar bogfimiæfingar í Fellahúsinu. Er fólk þá hvatt til að mæta, prufa bogfimi og kynna sér starf deildarinnar. Á opnum æfingum eru þjálfarar á staðnum og er hægt að fá leiðsögn þeirra, sem og annarra iðkenda.
Æfingarnar verða annan laugardag hvers mánaðar í íþróttahúsinu í Fellabæ. Þá er stefnt að því að halda útiæfingar þegar veður leyfir í sumar, en þær verða haldnar á Eiðum.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.