01.06.2018
kl. 16:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Nóg að gera um helgina á Hreyfiviku: Rathlaup í Selskógi, frísbígolfstuð í Tjarnargarðinum, WOD og FIT í CrossFit Austur, Partíspinning og sundleikfimi í Íþróttahúsinu og Ferðafélagið fer í Húsey á laugardag og Skálanes á sunnudag.
Lesa
01.06.2018
kl. 15:49
Jóhanna Hafliðadóttir
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi hefur tekið starfa á ný með ráðningu Unnar Birnu Karlsdóttur í starf forstöðumanns. Þetta kemur fram á vefsíðu Stofnunar rannsóknasetra HÍ. Starfið var auglýst í lok mars sl. og ákveðið að ráða Unni Birnu að loknu dómnefndar- og valnefndarferli. Með ráðningu forstöðumanns Rannsóknaseturs HÍ á Austurlandi er stigið afar mikilvægt skref í þróun starfsemi rannsóknasetra Háskóla Íslands um land allt.
Lesa
31.05.2018
kl. 09:35
Jóhanna Hafliðadóttir
Hreyfivika er komin vel af stað og hefur verið vel mætt í fjölbreytta viðburði þessa fyrstu daga. Á þriðjudaginn 29. maí stökk til að mynda vaskur hópur kvenna upp á hjólin sín og hjólaði, undir styrkri stjórn Silju Arnfinnsdóttur, að Urriðavatni. Í dag, fimmtudaginn 31. maí, bjóða Hjólaormar Þristar upp á léttan hjólatúr fyrir alla fjölskylduna
Lesa
29.05.2018
kl. 17:28
Jóhanna Hafliðadóttir
Sú ánægjulega staða er í samfélaginu okkar að leikskólabörnum fjölgar, m.a. vegna þess að óvenju mörg eldri leikskólabörn eru að flytja til okkar. Jafnframt vill svo til að tveir óvenju stórir árgangar verða í leikskólunum á næsta skólaári, bæði 2013 og 2016 árgangarnir eru fjölmennir, en 2013 árgangurinn lýkur sinni leikskólagöngu á næsta skólaári.
Lesa
29.05.2018
kl. 09:56
Jóhanna Hafliðadóttir
Vel var mætt í fjölskyldugöngu upp að Fardagafossi mánudagskvöldið 28. maí, en það var Ungmennafélagið Þristur sem stóð fyrir þeim viðburði.
Lesa
28.05.2018
kl. 09:14
Jóhanna Hafliðadóttir
Mánudagurinn 28. maí er fyrsti formlegi dagur Hreyfiviku 2018, þó svo að vikunni hafi verið þjófstartað með Gönguguðsþjónustu í gærmorgun.
Lesa
28.05.2018
kl. 09:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum er lokuð dagana 29. til 31. maí. „Nú á að taka allt saman í gegn, þrífa og gera við og undirbúa fyrir sumarið“, segir Karen Erla forstöðukona Íþróttamiðstöðvarinnar. Þetta gildir um sal, sundlaug og Héraðsþrek.
Lesa
27.05.2018
kl. 09:46
Jóhanna Hafliðadóttir
Héraðslistinn og Sjálfstæðisflokkur og óháðir fá þrjá menn hvort framboð í næstu bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Öll framboðin fjögur koma að manni. Á kjörskrá voru 2560, atkvæði greiddu 1834 eða 71,64%. Kjörsókn er tveimur prósentustigum betri en í síðustu kosningum. Talningu var lokið fyrir miðnætti.
Lesa
26.05.2018
kl. 16:00
Haddur Áslaugsson
Í næstu viku, 28. maí – 3. júní, verður haldin árleg Hreyfivika UMFÍ. Venju samkvæmt er Hreyfivika, sem hefur það markmið að vekja athygli á gildi íþrótta- og hreyfingar sem hluti af heilbrigðum lífsstíl, haldin um allt land og á Fljótsdalshéraði verður vegleg dagskrá, líkt og hefur verið síðustu ár.
Lesa
24.05.2018
kl. 11:34
Jóhanna Hafliðadóttir
Egilsstaðaskóli verður vettvangur síðustu heimsóknar Háskólalestar Háskóla Íslands í maímánuði þetta árið. Nemendur þriggja skóla á Austurlandi sækja þar námskeið um ólíkar hliðar vísindanna föstudaginn 25. maí og slegið verður upp fjörugri vísindaveislu í Egilsstaðaskóla fyrir alla Austfirðinga laugardaginn 26. maí klukkan 12 til 16.
Lesa