Fyrsti í Hreyfiviku

Hreyfivika á Fljótsdalshéraði
Hreyfivika á Fljótsdalshéraði

Mánudagurinn 28. maí er fyrsti formlegi dagur Hreyfiviku 2018, þó svo að vikunni hafi verið þjófstartað með Gönguguðsþjónustu í gærmorgun.

Þennan fyrsta dag er að sjálfsögðu opið á Bókasafninu frá klukkan 14 til 19, en þar eru bókum um hreyfingu og mataræði sérstaklega stillt upp og gert hátt undir höfði.

Klukkan 17:00 er opin Hjólakraftsæfing fyrir 11-18 ára, en Þristur og Hjólakraftur standa saman að reglulegum fjallahjólaæfingum á Héraði. Er mæting á æfinguna á planið við Selskóg.

Þá er klukkan 20:00 skemmtileg fjölskyldugönguferð að Fardagafossi með Ungmennafélaginu Þristi. Eru foreldrar eða forráðaaðilar, ömmur og afar, frændur og frænkur hvött til að fjölmenna með ungviðið og byrja Hreyfiviku af krafti. Mæting er á bílaplaninu við Fardagafoss klukkan 20:00, eins og áður sagði.

Hér er svo hægt að sjá alla viðburði Hreyfiviku 2018.

Verum með og tökum þátt!