Fréttir

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 4. september

299. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 4. september 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Nýr framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF)

Aðalsteinn Þórhallsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri HEF og mun taka til starfa frá og með 1. október nk. HEF er sjálfstætt fyrirtæki í fullri eigu Fljótsdalshéraðs og auk hitaveitu, rekur HEF vatnsveitu- og fráveitukerfi Fljótsdalshéraðs. Þá hefur HEF nýlega tekið að sér að sjá um lagninu ljósleiðara á Fljótsdalshéraði.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 21. ágúst

298. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 21. ágúst 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Kynningarfundur um heilbrigðismál

Þann 22. ágúst næstkomandi stendur heilbrigðisráðherra fyrir opnum kynningarfundi um heilbrigðisstefnu í heilbrigðisumdæmi Austurlands í samvinnu við HSA. Fundurinn verður haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum og stendur frá klukkan 17 til 19.
Lesa

Fljótsdalshérað hefur fengið jafnlaunavottun

Þann 12. ágúst sl. gaf Jafnréttisstofa út heimild til handa Fljótsdalshéraði til að nota jafnlaunamerkið sem þau fyrirtæki og stofnanir mega gera sem fengið hafa jafnlaunavottun hjá þar til bærum aðilum
Lesa

Breyting á stjórnskipulagi Fljótsdalshéraðs

Í framhaldi af því að Stefán Bragason, skrifstofu- og starfsmannastjóri, óskaði eftir því að minnka starfshlutfall sitt frá og með byrjun ágústmánaðar í ár hefur verið ákveðið að gera eftirfarandi breytingar á stjórnskipulagi sveitarfélagsins.
Lesa

Undirskriftasöfnun vegna Fjarðarheiðarganga á Seyðisfirði og Fljótsdalshéraði

Á næstu dögum mun fólk frá Blakdeild Hugins og fimleika- og körfuboltadeild Hattar ganga í hús á Seyðisfirði og á Egilsstöðum og Fellabæ til þess að safna undirskriftum til stuðnings Fjarðarheiðargöngum. Óskað verður eftir því að 18 ára og eldri riti nafn sitt undir áskorun bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Lesa

Tour de Ormurinn á laugardaginn

Tour de Ormurinn hjólreiðakeppnin, sem haldin hefur verið frá árinu 2012 á Fljótsdalshéraði og í Fljótsdalshreppi, fer að þessu sinni fram laugardaginn 10. ágúst og eru rás- og endamark á Egilsstöðum. Hægt er að skrá sig í keppnina til 9. ágúst.
Lesa

Hálslón komið á yfirfall

Nú er Hálslón orðið fullt og Jökulsá komin á yfirfall. Má því ætla að hún haldi sínum gamalkunna jökullit eitthvað fram eftir hausti, eða þar til innrennsli í lónið nær jafnvægi. Íbúar og ferðamenn eru beðnir um að hafa þetta í huga á ferðum sínum við Jölulsá á Dal.
Lesa