Í framhaldi af því að Stefán Bragason, skrifstofu- og starfsmannastjóri, óskaði eftir því að minnka starfshlutfall sitt frá og með byrjun ágústmánaðar í ár hefur verið ákveðið að gera eftirfarandi breytingar á stjórnskipulagi sveitarfélagsins.
Stefán Bragason mun taka við starfi bæjarritara og annast undirbúning funda bæjarráðs og bæjarstjórnar í samráði við bæjarstjóra, ritun fundargerða og eftirfylgni afgreiðslna. Einnig mun Stefán í samráði við skjalastjóra sjá um grisjun og eyðingu skjala sem ekki hafa lengur varðveislugildi auk þess að koma að undirbúningi og álagningu fasteignagjalda ársins 2020 í samráði við fjármálastjóra. Starf bæjarritara, sem verður hlutastarf (45%), mun heyra beint undir bæjarstjóra.
Óðinn Gunnar Óðinsson mun taka við starfi skrifstofustjóra. Undir skrifstofustjóra falla atvinnu- og menningarmál og umsjón með skrifstofu sveitarfélagsins (afgreiðsla, skjalavarsla, upplýsinga-, tölvu- og mannauðsmál (Ingibjörg Jónsdóttir mun áfram sinna mannauðsráðgjöf)). Skrifstofustjóri er jafnframt staðgengill bæjarstjóra og heyrir stjórnsýslulega beint undir bæjarstjóra.
Staða atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa, sem Óðinn Gunnar hefur sinnt, er lögð niður samhliða þessum breytingum en málaflokkarnir íþrótta-, tómstunda- og forvarnarmál munu heyra undir fræðslustjóra frá og með ágúst 2019.
Hrund Erla Guðmundsdóttir skjalastjóri tekur við hlutverki starfsmanns jafnréttisnefndar.
Egilsstaðir 12. ágúst 2019
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.