- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Í framhaldi af því að Stefán Bragason, skrifstofu- og starfsmannastjóri, óskaði eftir því að minnka starfshlutfall sitt frá og með byrjun ágústmánaðar í ár hefur verið ákveðið að gera eftirfarandi breytingar á stjórnskipulagi sveitarfélagsins.
Stefán Bragason mun taka við starfi bæjarritara og annast undirbúning funda bæjarráðs og bæjarstjórnar í samráði við bæjarstjóra, ritun fundargerða og eftirfylgni afgreiðslna. Einnig mun Stefán í samráði við skjalastjóra sjá um grisjun og eyðingu skjala sem ekki hafa lengur varðveislugildi auk þess að koma að undirbúningi og álagningu fasteignagjalda ársins 2020 í samráði við fjármálastjóra. Starf bæjarritara, sem verður hlutastarf (45%), mun heyra beint undir bæjarstjóra.
Óðinn Gunnar Óðinsson mun taka við starfi skrifstofustjóra. Undir skrifstofustjóra falla atvinnu- og menningarmál og umsjón með skrifstofu sveitarfélagsins (afgreiðsla, skjalavarsla, upplýsinga-, tölvu- og mannauðsmál (Ingibjörg Jónsdóttir mun áfram sinna mannauðsráðgjöf)). Skrifstofustjóri er jafnframt staðgengill bæjarstjóra og heyrir stjórnsýslulega beint undir bæjarstjóra.
Staða atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa, sem Óðinn Gunnar hefur sinnt, er lögð niður samhliða þessum breytingum en málaflokkarnir íþrótta-, tómstunda- og forvarnarmál munu heyra undir fræðslustjóra frá og með ágúst 2019.
Hrund Erla Guðmundsdóttir skjalastjóri tekur við hlutverki starfsmanns jafnréttisnefndar.
Egilsstaðir 12. ágúst 2019
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs