01.06.2016
kl. 14:47
Jóhanna Hafliðadóttir
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað tekur í notkun nýja heimasíðu í dag. Það er von Fljótsdalshéraðs að þessi nýja síða auðveldi íbúum aðgengi að ýmsum upplýsingum um sveitarfélagið og starfsemi þess.
Lesa
01.06.2016
kl. 00:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Veðurstofan er að vinna að hættumati á Lagarfljóti. Hluti af því verkefni er að safna öllum tiltækum upplýsingum um söguleg flóð í fljótinu og þverám þess. Það myndi koma verkefninu mjög vel að fá þessar upplýsingar sem fyrst.
Lesa
30.05.2016
kl. 12:31
Jóhanna Hafliðadóttir
Upplýsingar um tómstunda- og íþróttastarf og námskeið ýmis konar sem haldin verða í sumar fyrir börn og unglinga, eru nú aðgengilegar á heimasíðu Fljótsdalshéraðs. Eins og áður er margt í boði, þannig að flestir ættu að finna eitthvað við hæfi í sumar.
Lesa
29.05.2016
kl. 00:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Fimleikadeild Hattar á Fljótsdalshéraði fór helgina 20.-22. maí á Selfoss og tók þátt í Subway-Íslandsmót FSÍ. Fimleikadeildin mætti þangað með 6 keppnislið, alls 60 þátttakendur, en keppendur á mótinu voru 1100.
Lesa
28.05.2016
kl. 00:00
Jóhanna Hafliðadóttir
239. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 1.júní 2016 og hefst hann kl. 17.00. Klukkan 16:00 taka þeir bæjarfulltrúar sem eiga þess kost á móti Útsvarsliði Fljótsdalshéraðs.
Lesa
25.05.2016
kl. 14:46
Jóhanna Hafliðadóttir
Dagana 6.-24. júní verður börnum á aldrinum 10-12 ára boðið að taka þátt í spennandi sumarnámskeiði sem verður á vegum félagsmiðstöðvarinnar Nýungar. Námskeiðið fer fram í Nýung og víðar og er frá 09:00 til 12:30 virka daga.
Lesa
25.05.2016
kl. 11:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Starfsmenn Alcoa og fjölskyldur þeirra ásamt Hattarfólki unnu að tiltekt og snyrtingu skógarsvæðisins við Vilhjálmsvöll laugardaginn 21. maí. Alls voru það 25 manns. Fljótsdalshérað þakkar öllu þessu fólki kærlega fyrir þeirra góða framlag við snyrtingu Vilhjálmsvallar.
Lesa
24.05.2016
kl. 11:33
Jóhanna Hafliðadóttir
Ráðstefnan Auðlindir og atvinnumál var haldin á vegum Fljótsdalshéraðs, í Valaskjálf þann 12. maí 2016 . Erindin sem flutt voru á ráðstefnunni, sem og pallborðsumræður, voru tekin upp og er nú hægt að nálgast í mynd og með hljóði.
Lesa
20.05.2016
kl. 22:06
Jóhanna Hafliðadóttir
Þau Björg, Hrólfur og Þorsteinn sigruðu lið Reykjavíkur í úrslitaviðureign í kvöld með 79 stigum gegn 66 eftir æsispennandi keppni, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokaspurningunni.
Lesa
19.05.2016
kl. 16:22
Jóhanna Hafliðadóttir
Í Tónlistarsumarbúðunum er boðið upp á fimm daga dvöl fyrir börn á aldrinum 10-16 ára. Fyrra námskeiðið frá 3. til 8.ágúst er fyrir 13 - 16 ára en það seinna frá 10. til 15. ágúst fyrir 9 - 12 ára. Áhersla er á tónlist, útivist og ánægjulega samveru.
Lesa