Lið Fljótsdalshéraðs er sigurvegari Útsvars í ár

Skjáskot af vef RÚV
Skjáskot af vef RÚV

Þau Björg, Hrólfur og Þorsteinn sigruðu lið Reykjavíkur í úrslitaviðureign í kvöld með 79 stigum gegn 66 eftir æsispennandi keppni, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokaspurningunni.

Samkvæmt traustum heimildum hefur það aðeins gerst einu sinni í sögu Útsvars að annað hvort lið Reykjavíkur eða Fljótsdalshéraðs hafi ekki keppt til úrslita. Samkvæmt sömu heimildum fór Reykjavík í þetta sinn í sjötta skipti í úrslitaþáttinn, en Fljótsdalshérað í fjórða sinn.