Fréttir

Jólakveðja frá Fljótsdalshéraði

Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða og óskum þér og þínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Lesa

Opnunartími bæjarskrifstofu og viðburðir um hátíðarnar

Bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs verða lokaðar á aðfangadag og gamlársdag. Aðra virka daga um hátíðarnar verður skrifstofna opin á hefðbundnum opnunartíma.
Lesa

Bæjarstjórn í beinni

229. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 16. desember 2015 og hefst hann kl. 17.00
Lesa

Styrkir til menningarstarfs

Vakin er athygli á því að frestur til að sækja um styrki til menningarstarfs, hjá atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs, er til og með 18. desember 2015. Annars vegar er um að ræða verkefnastyrki og hins vegar styrki til almennrar liststarfsemi.
Lesa

Kolbrún Drífa sigraði í jólakortasamkeppni

Hollvinasamtök heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði efndu til samkeppni um forsíðumynd jólakorts samtakanna. 20 tillögur frá nemum listnámsdeildar Menntaskólans á Egilsstöðum bárust og varð mynd Kolbrúnar Drífu Eiríksdóttur hlutskörpust að mati dómnefndar.
Lesa

Bæjarstjórnarbekkurinn á jólamarkaði Barra

Að venju verður boðið upp á bæjarstjórnarbekkinn á jólamarkaði Barra á Valgerðarstöðum laugardaginn 12. desember nk. Að þessu sinni mun bæjarráð Fljótsdalshérað, ásamt bæjarstjóra, taka á móti gestum og gangandi og hlíða á erindi þeirra og skrá þau niður.
Lesa

Bréf til bjargar lífi

Stjórnvöld geta hunsað eitt bréf – þau hunsa ekki milljónir bréfa! Á hverju ári setja hundruð þúsunda einstaklinga, frá rúmlega 150 löndum og landsvæðum, nafn sitt á milljónir bréfa til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi og þrýsta á umbætur. Fjöldinn allur skrifar einnig stuðningskveðjur til þolenda mannréttindabrota og veita þeim þannig styrk og vissu um að umheimurinn hafi ekki gleymt þeim.
Lesa

Verðlaunasamkeppni um nýtt nafn á Vegahúsið

Ungmennamiðstöðin í Sláturhúsinu efnir til nafnasamkeppni. Hægt að senda inn tillögur til miðnættis 6. desember 2015. Verðlaun í boði.
Lesa

Fjárhagsáætlun 2016 og 2017 – 2019

Fjárhagsáætlun ársins 2016 og þriggja ára áætlun 2019 – 2019 var til seinni umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs, þriðjudaginn 1. desember, með þeim breytingum frá fyrri umræðu sem bæjarráð hefur lagt til að verði samþykktar.
Lesa

Bæjarstjórn í beinni í dag þriðjudag

228. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, þriðjudaginn 1. desember 2015 og hefst hann kl. 16.00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni og finna má á grænum flipa neðar á forsíðu heimasíðu sveitarfélagsins.
Lesa