Bæjarstjórnarbekkurinn á jólamarkaði Barra

Að venju verður boðið upp á bæjarstjórnarbekkinn á jólamarkaði Barra á Valgerðarstöðum laugardaginn 12. desember nk. Að þessu sinni mun bæjarráð Fljótsdalshérað, ásamt bæjarstjóra, taka á móti gestum og gangandi og hlíða á erindi þeirra og skrá þau niður. Erindunum verður svo komið áfram til viðkomandi nefnda eða starfsmann sveitarfélagsins til frekari skoðunar, eftir því sem við á í hverju tilfelli.

Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að nota tækifærið og koma erindum sínum og áherslum á framfæri við bæjarráð.

Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs