Fréttir

Heimasíða fyrir Múlaþing

Tekin hefur verið í notkun heimasíða fyrir sveitarfélagið Múlaþing sem hefur lénið www.mulathing.is. Þær heimasíður sem áður tilheyrðu Borgarfjarðarhreppi, Djúpavogshreppi, Fljótsdalshéraði og Seyðisfjarðarkaupstað þjóna ekki lengur því hlutverki að vera opinberar heimasíður sveitarfélagsins.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 16.október

Enginn er skráður með virkt smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn vekur á því athygli að í nýjum tillögum sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er ekki slakað á þeim kröfum sem nú eru í gildi. Þær eru hinsvegar hertar lítillega með vísan til tveggja metra reglu sem gildir þá um allt land ef samþykkt verður.
Lesa

Nafnið Múlaþing samþykkt samhljóða

Nafnið Múlaþing var í gær, 14. október, formlega staðfest sem nafn á sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi

Einn er skráður á Covid.is í einangrun á Austurlandi. Sá er hinsvegar með dvalarstað annarsstaðar.
Lesa

Annar fundur sveitarstjórnar í beinni útsendingu

Annar fundur sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum miðvikudaginn 14. október 2020 og hefst klukkan 14:00.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi

Enginn er lengur í einangrun á Austurlandi vegna COVID smits. Við þær aðstæður sem skapast hafa í samfélaginu er aðgerðastjórn meðvituð um að framhalds- og háskólanemar sem stunda nám sitt á höfuðborgarsvæðinu hugi nú sumir að heimferð á Austurland. Sé það mat þeirra og fjölskyldna hér fyrir austan að ekki sé hægt að fresta þeim flutningi enn um sinn, þá brýnir aðgerðastjórn fyrir bæði nemunum og aðstandendum þeirra mikilvægi ítrustu sóttvarna og aðgátar í umgengni
Lesa

Fundargerð fyrsta fundar sveitarstjórnar

1. fundur Sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar var haldinn á Hótel Héraði, Egilsstöðum, 7. október 2020 og hófst hann klukkan 14:00.
Lesa

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar

Fyrsti fundur sveitarstjórnar nýs sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum miðvikudaginn 7. október 2020 klukkan 14:00.
Lesa

Sameiginlegt símanúmer og heimasíða

Símanúmer skrifstofu sameinaðs sveitarfélags er 4 700 700 og er síminn opinn milli klukkan 8:00 og 15:45. Opnunartími skrifstofanna fjögurra er sá sami og verið hefur.
Lesa

Símatímar í stað viðtalstíma

Símatímar í stað viðtalstíma við byggingarfulltrúa
Lesa