Fréttir

Öskudagur á bæjarskrifstofunni

Öskudagurinn er í dag. Eins og alltaf mætir fjöldi barna á skrifstofu sveitarfélagsins og syngur fyrir starfsfólkið sem eins og börnin klæðir sig upp í tilefni dagsins. Þegar tækifæri gefst er líka spilað undir söng barnanna.
Lesa

Bæjarstjórn í beinni

252. fundur Bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar 1. mars 2017 og hefst kl. 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Framkvæmdastjóri Ormsteitis

Auglýst er eftir framkvæmdastjóra Ormsteitis – Héraðshátíð, sem fram fer á Fljótsdalshéraði dagana 9. - 13. ágúst. Hlutverk framkvæmdastjóra er m.a. að skipuleggja og stýra hátíðinni í samvinnu við stjórn og aðra aðila og vinna að fjármögnun hennar. Í ár verða 70 ár frá því Egilsstaðakauptún var formlega stofnað og er fyrirhugað að sá viðburður muni setja mark sitt á hátíðina að þessu sinni.
Lesa

Milljarður rís

UN Women á Íslandi býður til dansbyltingarinnar Milljarður rís í Sláturhúsinu á Egilsstöðum þann 17. febrúar klukkan 12:00 til 13:00.
Lesa

Kynning á stjórnunar- og verndaráætlun Kringilsárrana

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Fljótsdalshéraðs unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið Kringilsárrana. Tillagan er hér með lögð fram til kynningar.
Lesa

Bæjarstjórn í beinni

251. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 15. febrúar 2017 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Ljósleiðaralagning í dreifbýli

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur ákveðið að unnið verði að umsókn um styrk til Fjarskiptasjóðs til ljósleiðaralagningar í dreifbýli. Tveir áfangar verkefnisins eru áformaðir á árinu 2017 með lagningu ljósleiðara frá Fellabæ og inn að heimreiðinni að Hreiðarsstöðum.
Lesa

Stórval í Egilsstaðakirkju

Kammersveitin Stelkur flytur flytur verkið STÓRVAL eftir Charles Ross í Egilsstaðakirkju á sunnudagskvöld klukkan 20:30.
Lesa

Könnun á áformum markaðsaðila varðandi uppbyggingu fjarskiptainnviða

Fyrirhuguð er lagning ljósleiðara á Fljótsdalshéraði, sem veita á öruggt þráðbundið netsamband í dreifbýli sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að tengja öll lögheimili í sveitarfélaginu. Einnig standi eigendum frístundahúsa og fyrirtækja, sem staðsett eru í dreifbýli Fljótsdalshéraðs, til boða að tengjast ljósleiðaranum. Gert er ráð fyrir að öllum þjónustuveitum verði heimilað að bjóða þjónustu sína á ljósleiðarakerfinu gegn gjaldi.
Lesa

Svör bæjaráðs við 3 fyrirspurnum á Barranum

Á fundi bæjarráðs þann 31.janúar voru tekin fyrir þrjú erindi sem borin voru upp á bæjarstjórnarbekknum sem boðið var upp á Jólamarkaði Barra í desember.
Lesa