Auglýst er eftir framkvæmdastjóra Ormsteitis – Héraðshátíð, sem fram fer á Fljótsdalshéraði dagana 9. - 13. ágúst.
Hlutverk framkvæmdastjóra er m.a. að skipuleggja og stýra hátíðinni í samvinnu við stjórn og aðra aðila og vinna að fjármögnun hennar. Í ár verða 70 ár frá því Egilsstaðakauptún var formlega stofnað og er fyrirhugað að sá viðburður muni setja mark sitt á hátíðina að þessu sinni.
Starf framkvæmdastjóra er hlutastarf, en viðkomandi þarf að geta sinnt því af og til frá vormánuðum og í fullu starfi í júlí og fram að miðjum ágúst. Starfið gæti hugsanlega einnig hentað tveimur samhentum einstaklingum.
Starf framkvæmdastjóra Ormsteitis er skemmtilegt en krefjandi. Það hentar þeim sem eru hugmyndaríkir og útsjónarsamir, hafa gaman af samskiptum við fólk, njóta sín vel í verkefnastjórnun og hafa brennandi áhuga á að gera veg hátíðarinnar sem mestan.
Umsóknarfrestur er til 10. mars 2017. Umsóknum skal skilað til: Stjórn Ormsteitis, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir eða á netfangið ormsteiti@ormsteiti.is
Nánari upplýsingar veitir atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi Fljótsdalshéraðs, f.h. stjórnar Ormsteitis, í síma 4 700 700.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.