01.09.2018
kl. 10:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Plastlaus september er árlegt árvekniátak sem miðar að því að vekja landsmenn til umhugsunar um plastnotkun, þann plastúrgang sem fellur til á heimilum og vinnustöðum og þá ofgnótt plasts sem er í umhverfinu.
Lesa
31.08.2018
kl. 16:34
Jóhanna Hafliðadóttir
280. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 5. september 2018 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
31.08.2018
kl. 09:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Minnt er á að útivistartími barna og unglinga breytist 1. september. Í barnaverndarlögum segir að börn, 12 ára og yngri, megi ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Einnig að börn á aldrinum 13 til 16 ára, skuli ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22:00, séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Lesa
28.08.2018
kl. 16:56
Jóhanna Hafliðadóttir
Líkt og á síðasta ári mun Ferðafélag Íslands standa fyrir lýðheilsugöngum í september. Verkefnið er unnið í samstarfi við sveitarfélög og ferðafélög um land allt. Á Fljótsdalshéraði verður farið frá skrifstofu Ferðafélagins að Tjarnarási 8 klukkan 18 alla miðvikudag í september. Fyrsta gangan verður að Grettistaki í Fellum.
Lesa
28.08.2018
kl. 13:50
Jóhanna Hafliðadóttir
Göngum í skólann er árvisst verkefni sem skólar víðs vegar um heiminn taka þátt í. Verkefnið fer nú af stað í 12. sinn á Íslandi og stendur yfir frá 5. september til 10. október. Megin markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Lesa
27.08.2018
kl. 15:47
Jóhanna Hafliðadóttir
Samtökin Ungt Austurland standa fyrir náms- og atvinnulífssýningu í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum laugardaginn 1.september. Sýningin hefst klukkan 11:00 og stendur til klukkan 17:00.
Lesa
21.08.2018
kl. 10:02
Jóhanna Hafliðadóttir
Í september og október verður Hugarfrelsi með námskeiðið Káta krakka fyrir 7 til 9 ára krakka á Fljótsdalshéraði. Á námskeiðinu læra krakkarnir aðferðir Hugarfrelsis, en þær miða allar að því að efla einbeitingu, sjálfsmynd, styrkleika og jákvæða hugsun.
Lesa
20.08.2018
kl. 13:29
Jóhanna Hafliðadóttir
Dagskrá Ormsteitis fyrir dagana 23. til 26. ágúst. Nýuppfærð með viðbótum. Og takk fyrir frábæran Fljótsdalsdag.
Lesa
18.08.2018
kl. 22:04
Jóhanna Hafliðadóttir
279. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 22. ágúst 2018 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
17.08.2018
kl. 17:55
Jóhanna Hafliðadóttir
Miðvikudaginn 22. ágúst ætlar Óli Halldórsson formaður þverpólitískrar nefndar um þjóðgarð á miðhálendinu að kynna verkefni nefndarinnar og tímaás vinnunnar.
Lesa