Fréttir

Plastlaus september 2018

Plastlaus september er árlegt árvekniátak sem miðar að því að vekja landsmenn til umhugsunar um plastnotkun, þann plastúrgang sem fellur til á heimilum og vinnustöðum og þá ofgnótt plasts sem er í umhverfinu.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

280. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 5. september 2018 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Breyttur útivistartími 1. september

Minnt er á að útivistartími barna og unglinga breytist 1. september. Í barnaverndarlögum segir að börn, 12 ára og yngri, megi ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Einnig að börn á aldrinum 13 til 16 ára, skuli ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22:00, séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Lesa

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

Líkt og á síðasta ári mun Ferðafélag Íslands standa fyrir lýðheilsugöngum í september. Verkefnið er unnið í samstarfi við sveitarfélög og ferðafélög um land allt. Á Fljótsdalshéraði verður farið frá skrifstofu Ferðafélagins að Tjarnarási 8 klukkan 18 alla miðvikudag í september. Fyrsta gangan verður að Grettistaki í Fellum.
Lesa

Göngum í skólann

Göngum í skólann er árvisst verkefni sem skólar víðs vegar um heiminn taka þátt í. Verkefnið fer nú af stað í 12. sinn á Íslandi og stendur yfir frá 5. september til 10. október. Megin markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Lesa

Náms- og atvinnulífsýning Austurlands „Að heiman og heim“

Samtökin Ungt Austurland standa fyrir náms- og atvinnulífssýningu í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum laugardaginn 1.september. Sýningin hefst klukkan 11:00 og stendur til klukkan 17:00.
Lesa

Kátir krakkar – námskeið fyrir 7-9 ára

Í september og október verður Hugarfrelsi með námskeiðið Káta krakka fyrir 7 til 9 ára krakka á Fljótsdalshéraði. Á námskeiðinu læra krakkarnir aðferðir Hugarfrelsis, en þær miða allar að því að efla einbeitingu, sjálfsmynd, styrkleika og jákvæða hugsun.
Lesa

Uppfærð Ormsteitisdagskrá

Dagskrá Ormsteitis fyrir dagana 23. til 26. ágúst. Nýuppfærð með viðbótum. Og takk fyrir frábæran Fljótsdalsdag.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

279. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 22. ágúst 2018 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Kynningarfundur um tillögur um þjóðgarð á miðhálendinu

Miðvikudaginn 22. ágúst ætlar Óli Halldórsson formaður þverpólitískrar nefndar um þjóðgarð á miðhálendinu að kynna verkefni nefndarinnar og tímaás vinnunnar.
Lesa