Náms- og atvinnulífsýning Austurlands „Að heiman og heim“

Samtökin Ungt Austurland standa fyrir náms- og atvinnulífssýningu í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum laugardaginn 1.september. Sýningin hefst klukkan 11:00 og stendur til klukkan 17:00.

Fljótsdalshérað verður með kynningarbás á sýningunni og er nú verið að ljúka hönnun hans. Þar er gert ráð fyrir að bæjarstjóri og bæjarfulltrúar verði til viðtals fyrir sýningargesti og fræði þá um innviði sveitarfélagsins.

Íbúar Fljótsdalshéraðs og Austfirðingar allir eru eindregið hvattir til að koma á sýninguna og kynna sér þetta ágæta framtak unga fólksins í fjórðungnum.

Fljótsdalshérað verður með kynningarbás á sýningunni og er nú verið að ljúka hönnun hans. Þar er gert ráð fyrir að bæjarstjóri og bæjarfulltrúar verði til viðtals fyrir sýningargesti og fræði þá um innviði sveitarfélagsins.

Íbúar Fljótsdalshéraðs og Austfirðingar allir eru eindregið hvattir til að koma á sýninguna og kynna sér þetta ágæta framtak unga fólksins í fjórðungnum.