Fréttir

Barnamenningarhátíð í Sláturhúsinu

Litla barnamenningarhátíðin verður haldin í Sláturhúsinu á laugardaginn. Hátíðin hefst með listamannaspjalli, þá verður sögusmiðja fyrir börn og unglinga og endað á heimildarmynd um dans.
Lesa

Útboð - Almenningssamgöngur og skólaakstur

Fljótsdalshérað auglýsir eftir tilboðum í verkið almenningssamgöngur og skólaakstur í sveitarfélaginu. Verkið felst almenningssamgöngum í þéttbýlinu á Egilsstöðum og Fellabæ, sértækum reglubundnum akstri og skólaakstri í skóla á Fljótsdalshéraði. Heimilt er að bjóða í einn eða fleiri verkþætti.
Lesa

Ráðstefna um atvinnumál 12. maí

Ráðstefna um atvinnumál verður haldin á vegum Fljótsdalshéraðs fimmtudaginn 12. maí, í Valaskjálf og hefst hún kl. 10.00. Á ráðstefnunni verður athyglinni beint að tækifærum svæðisins og horft fram á við með almennum og sértækum hætti.
Lesa

Opið hús og afmælisfagnaður í Safnahúsinu

Söfnin þrjú í Safnahúsinu á Egilsstöðum opna dyr sínar á sumardaginn fyrsta og bjóða til afmælisfagnaðar frá klukkan 13 til 15.
Lesa

Bæjarstjórn í beinni

236. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 20. apríl 2016 og hefst hann kl. 17.00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Meðal efnis eru starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2016 og síðari umræða um ársreikninga 2015.
Lesa

Nýr skipulags- og byggingarfulltrúi ráðinn

Gengið hefur verið frá ráðningu í starf skipulags- og byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs, en Ómar Þröstur Björgólfsson sem gengt hefur starfinu hættir í vor. Nýráðinn skipulags- og byggingarfulltrúi heitir Vífill Björnsson og er byggingarfræðingur að mennt.
Lesa

Gufubað risið við sundlaugina

Í gær hófst vinna við uppsetningu gufubaðs við sundlaugina á Egilsstöðum. Það var vaskur hópur sjálfboðaliða sem mætti við íþróttamiðstöðina í gærmorgun og sló upp aðstöðunni þannig að gert er ráð fyrir að hún verði tekin í notkun um helgina.
Lesa

Þrír klassískir Austfirðingar á tónleikaferð

Tríóið Þrír klassískir Austfirðingar, þau Svanur Vilbergsson gítarleikari, Erla Dóra Vogler mezzósópran og Hildur Þórðardóttir flautuleikari, halda tónleika í Sláturhúsinu á Egilsstöðum, sunnudaginn 17. apríl klukkan 16. Meðal efnis er frumflutningur á verkum eftir þrjú austfirsk tónskáld, þau Báru Sigurjónsdóttur við ljóð Ingunnar Snædal, Charles Ross og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur.
Lesa

Ferðastyrkur til Runavíkur vegna íþróttamála

Auglýstur er til umsóknar styrkur sem ætlaður er til að aðstoða íþróttafélög á Fljótsdalshéraði til að ferðast til Runavíkur í Færeyjum. Styrkurinn skal notaður til samstarfs á milli íþróttafélaga í báðum sveitarfélögum og skal samstarfið miðast við börn og ungmenni.
Lesa

Ársreikningur 2015 lagður fram til fyrri umræðu

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs þann 6. apríl 2016 samþykktur og áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra. Afkoma af rekstri Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015 var jákvæð um 46,2 millj. kr. samkvæmt samstæðureikningi sveitarfélagsins en fjárhagsáætlun 2015 með viðaukum gerði ráð fyrir 37 millj. kr. rekstrarafgangi.
Lesa