Nýr skipulags- og byggingarfulltrúi ráðinn

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 14. apríl kom fram að gengið hefur verið frá ráðningu í starf skipulags- og byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs, en Ómar Þröstur Björgólfsson sem gengt hefur starfinu, sagði því lausu nú í vetur og er að flytja til Reykjavíkur í byrjun sumars. 

Nýráðinn skipulags- og byggingarfulltrúi heitir Vífill Björnsson og er hann byggingarfræðingur að mennt og hefur undanfarin ár starfað á skipulagssviði Kópavogsbæjar. Stefnt er að því að Vífill hefji störf hjá sveitarfélaginu um mánaðarmótin apríl og maí.