01.07.2020
kl. 14:53
Jóhanna Hafliðadóttir
Samhliða forsetakosningum sem haldnar voru 27. júní gátu íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar tekið þátt í könnun á nafni á nýju sameinuðu sveitarfélagi. Nafnið Múlaþing fékk flest atkvæði hjá íbúum, 16 ára og eldri, sem tóku þátt í könnuninni. Niðurstaðan er ráðgefandi fyrir nýja sveitarstjórn sem tekur til starfa í október, en hún sendir þá tillögu sína til sveitarstjórnarráðherra til endanlegrar ákvörðunar.
Lesa
01.07.2020
kl. 09:32
Jóhanna Hafliðadóttir
Bæjarstjórn hefur samþykkt að sumarleyfi bæjarstjórnar 2020 verði frá fundi bæjarstjórnar 18. júní og til og með 11. ágúst og mun bæjarráð fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma, sbr. 5. mgr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarfrí verður 19. ágúst.
Lesa
25.06.2020
kl. 10:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Frá yfirkjörstjórn Fljótsdalshéraðs um kjörstað við forsetakosningar þann 27. júní 2020.
Við forsetakosningar þann 27. júní 2020 verður kjörstaður á Fljótsdalshéraði í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Kjörfundur hefst klukkan 09.00 og lýkur klukkan 22.00.
Lesa
22.06.2020
kl. 14:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Málþing um málefni fólks af erlendum uppruna á Austurlandi verður haldið þriðjudaginn 23. júní klukkan 14:00-16:30 í Egilsbúð í Neskaupstað. Fólk af erlendum uppruna er um 11% Austfirðinga. Fjallað verður um stöðu og reynsluheim þess á Íslandi og sjónum beint sérstaklega að Austurlandi.
Lesa
22.06.2020
kl. 08:37
Jóhanna Hafliðadóttir
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Eyvindará II skv. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 20. maí 2020.
Lesa
21.06.2020
kl. 10:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Leikfélag Fljótsdalshéraðs hlaut menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs sem afhent voru í Sláturhúsinu þann 17. júní 2020.
Lesa
19.06.2020
kl. 14:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Samhliða forsetakosningum þann 27. júní greiða íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar atkvæði um sex tillögur að heiti á nýtt sveitarfélag. Þau sem eiga ekki heimangengt á kjördag geta tekið þátt í valinu með því að greiða atkvæði á skrifstofum sveitarfélaganna á hefðbundnum opnunartíma. Atkvæðagreiðslan hefst föstudaginn 19. júní og lýkur föstudaginn 26. júní.
Lesa
19.06.2020
kl. 13:56
Hrund Erla
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 3. júní sl., tillögu breytingu á deiliskipulagi við Tunguás, Fljótsdalshéraði. Deiliskipulag var áður kynnt í nóvember 2019 og komu fram ábendingar við deiliskipulagstillögu. Eftir að kynningu lauk hefur verið unnið að úrbótum á deiliskipulagi út frá athugasemdum.
Lesa
19.06.2020
kl. 12:08
Hrund Erla
Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þann 18. júní 2020 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Miðbæ Egilsstaða. Deiliskipulagið var til kynningar fyrir ári síðan og komu fram ábendingar við deiliskipulagstillögu. Eftir að kynningu lauk hefur verið unnið með hagsmunaaðilum að úrlausnum við ábendingum.
Lesa
19.06.2020
kl. 08:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Sumarið 2020 standa Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað í annað sinn að Skapandi sumarstörfum, samvinnuverkefni sveitarfélaganna sem miðar að því að ráða til starfa einstaklinga og hópa sem hafa áhuga á að efla listsköpun sína og um leið glæða sveitarfélögin lífi með listrænum og skapandi uppákomum. Í ár réðust til starfa 14 öflug ungmenni á aldrinum 16-24 ára og hófu þau störf í byrjun júní.
Lesa