- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs voru veitt í annað sinn þann 17. júní 2020. En reglur um þau voru samþykktar af atvinnu- og menningarnefnd og bæjarstjórn sveitarfélagsins í fyrravetur. Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á liðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar á menningar- og listastarfi í sveitarfélaginu.
Í vor var auglýst eftir ábendingum til menningarverðlaunanna. Þrjár tilnefningar bárust og komst atvinnu- og menningarnefnd að þeirri niðurstöðu að Leikfélag Fljótsdalshéraðs hlyti viðurkenninguna að þessu sinni.
Gunnhildur Ingvarsdóttir, formaður atvinnu og menningarnefndar, afhenti fulltrúum leikfélagsins viðurkenningarskjal ásamt peningaupphæð við hátíðlega athöfn í Sláturhúsinu, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.