Fréttir

Danskennsla í Tjarnarskógi

Þessa síðustu viku aprílmánaðar hefur Alona Perepelytsia danskennari verið að kenna börnum í leikskólanum Tjarnarskógi fæddum 2011 og 2012 dans.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

256. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 3. maí 2017 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Ábyrgð ungs fólks á Austurlandi - Ungmennaþing á Egilsstöðum

Vel heppnað ungmennaþing var haldið í Valaskjálf á Egilsstöðum þann 19. apríl 2017. Skipuleggjendur voru meðlimir Ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs. Áherslumál þingsins voru valdefling ungs fólks á Austurlandi og samfélagið okkar, ábyrgð samfélagsins á málefnum ungs fólks.
Lesa

Eyþór heiðraður fyrir umhverfisvernd

Náttúruverndarsamtök Austurlands veittu hlauparanum Eyþóri Hannessyni viðurkenningu í gær á degi umhverfisins. Eyþór sem býr á Egilsstöðum og skokkar og gengur um nágrennið og tínir rusl í leiðinni. Hann birtir gjarnan afrakstur erfiðisins á Facebooksíðu sinni – og ruslaheimturnar eru ótrúlegar.
Lesa

List án landamæra hefst á morgun

List án landamæra á Austurlandi verður hleypt af stokkunum í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum fimmtudaginn 27. apríl klukkan 17:00. Margt er á dagskrá en auk sýninga í Sláturhúsinu eru sýningar í Skriðuklaustri, í Gistihúsinu Egilsstöðum, á Hótel Héraði, í Glóð Valaskjálf og í Húsi handanna.
Lesa

Þjóðleikur í Sláturhúsinu 6. maí

Þjóðleikur, leiklistarhátíð ungs fólks í samstarfi við Þjóðleikhúsið, fer fram í Sláturhúsinu, Egilsstöðum laugardaginn 6. maí. Að þessu sinni sýna leikhópar frá Egilsstöðum, Eskifirði, Neskaupsstað og Reyðarfirði leikverkin Feita mamma eftir Auði Jónsdóttur og Morð eftir Ævar Þór Benediktsson.
Lesa

Bókun vegna boðaðs flutnings á verkefnum frá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga

Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs þann 24.4. 2017 var lagt fram minnisblað HAUST til þeirra sveitarfélaga sem standa að rekstri heilbrigðiseftirlitsins. Að lokinni umfjöllun um málið var eftirfarandi bókun samþykkt.
Lesa

10 sóttu um starf félagsmálastjóra Fljótsdalshéraðs

10 manns sóttu um starf félagsmálastjóra Fljótsdalshéraðs. Ráðningarstofa Capacent annast yfirferð og úrvinnslu umsókna.
Lesa

Ályktun varðandi ábúð ríkisjarða

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 19. apríl 2017 var fjallað um bréf frá ábúendum á Unaósi-Heyskálum, varðandi áframhaldandi búsetu á jörðinni og drátt á því að hún sé auglýst laus til ábúðar. Einnig var rætt um ábúð á ríkisjörðum í sveitarfélaginu og tregðu ríkisvaldsins til að auglýsa aftur jarðir til ábúðar sem sagt hefur verið lausum.
Lesa

Frásagnarlist og Héraðsdraugurinn 2017 í Sláturhúsinu

Hugmyndir eru uppi um að stofna miðstöð frásagnarlistarinnar á Egilsstöðum. Þeir sem hafa áhuga á frásagnarlistog eflingu hennar eru hvattir til að mæta og taka þátt í fundi sem hefst klukkan 19:30 föstudaginn 21. apríl í Sláturhúsinu. Klukkan 20:30 hefst svo HÉRAÐSDRAUGURINN 2017.
Lesa