Frásagnarlist og Héraðsdraugurinn 2017 í Sláturhúsinu

Frásagnarlist, Héraðsdraugurinn og ljósmyndasýning í Sláturhúsinu á föstudag.
Frásagnarlist, Héraðsdraugurinn og ljósmyndasýning í Sláturhúsinu á föstudag.

Hugmyndir eru uppi um að stofna miðstöð frásagnarlistarinnar á Egilsstöðum. Sagnamennska á sér margar birtingarmyndir og hefur lifað með þjóðinni frá örófi. Söguljóð, drápur, frásagnir og margt fleira tilheyrir  þessum geira menningarlífs sem hefur verið á undanhaldi. Ætlunin er að hefja þessa fornu iðkun til vegs og virðingar með innlendu  og alþjóðlegur samstarfi og gera Austurland að miðstöð frásagnarlistarinnar.

Þeir sem hafa áhuga á frásagnarlistinni og eflingu hennar eru hvattir til að mæta og taka þátt í fundinum sem hefst klukkan 19:30 föstudaginn 21. apríl í Frystiklefanum í Sláturhúsinu.

Klukkan 20:30 hefst svo HÉRAÐSDRAUGURINN 2017. Þar verða fluttar draugasögur. Þeir sem hafa gaman af að flytja sögur eru hvattir til að spreyta sig frammi fyrir góðum hlustendum – og góðir hlustendur eru hvattir til að fjölmenna.

 Í Sláturhúsinu er einnig sýndar ljósmyndir Jóns Tryggvasonar – Soul of Film.