Hugmyndir eru uppi um að stofna miðstöð frásagnarlistarinnar á Egilsstöðum. Sagnamennska á sér margar birtingarmyndir og hefur lifað með þjóðinni frá örófi. Söguljóð, drápur, frásagnir og margt fleira tilheyrir þessum geira menningarlífs sem hefur verið á undanhaldi. Ætlunin er að hefja þessa fornu iðkun til vegs og virðingar með innlendu og alþjóðlegur samstarfi og gera Austurland að miðstöð frásagnarlistarinnar.
Þeir sem hafa áhuga á frásagnarlistinni og eflingu hennar eru hvattir til að mæta og taka þátt í fundinum sem hefst klukkan 19:30 föstudaginn 21. apríl í Frystiklefanum í Sláturhúsinu.
Klukkan 20:30 hefst svo HÉRAÐSDRAUGURINN 2017. Þar verða fluttar draugasögur. Þeir sem hafa gaman af að flytja sögur eru hvattir til að spreyta sig frammi fyrir góðum hlustendum – og góðir hlustendur eru hvattir til að fjölmenna.
Í Sláturhúsinu er einnig sýndar ljósmyndir Jóns Tryggvasonar – Soul of Film.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.