01.02.2017
kl. 10:17
Jóhanna Hafliðadóttir
Fljótsdalshérað hefur samið við Austurbrú um að gera fræðsluáætlun fyrir ófaglærða starfmenn í grunn- og leikskólum sveitarfélagsins. Samningurinn var undirritaður föstudaginn 27. janúar. Gert er ráð fyrir að áætlunin liggi fyrir á vormánuðum.. Það eru fræðslusjóðirnir Sveitamennt og Mannauðssjóður Samflotsins sem fjármagna verkefnið.
Lesa
30.01.2017
kl. 15:24
Nýsköpunardagur verður haldinn í Egilsstaðaskóla fimmtudaginn 2. febrúar. Nýsköpun hefur verið ein af áherslum skólans undanfarin ár og er dagurinn hluti af því að halda henni á lofti í skólastarfinu.
Lesa
30.01.2017
kl. 15:04
Jóhanna Hafliðadóttir
Nú er lokið álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2017 og kröfur vegna 1. gjalddaga af 9 verið stofnaðar í heimabanka. Gjalddagar eru 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september, og 1. október.
Lesa
27.01.2017
kl. 15:48
250. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 1. febrúar 2017 og hefst hann klukkan 17:00.
Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
26.01.2017
kl. 15:24
Nútímasveitin Stelkur flytur tónlist eftir Charles Ross í Hörpu, Reykjavík, laugardaginn 28. janúar kl. 20. Á tónleikunum verða frumflutt verk eftir Charles Ross þar sem málverk listamannsins Stefáns frá Möðrudal, Stórval, verða túlkuð með tónum.
Lesa
26.01.2017
kl. 15:16
Lífshlaupið – landskeppni í hreyfingu, verður ræst í tíunda sinn miðvikudaginn 1. febrúar næstkomandi. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að stunda hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða sem ferðamáta.
Lesa
26.01.2017
kl. 13:44
Jóhanna Hafliðadóttir
Bylgja Borgþórsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála hjá Fljótsdalshéraði. Bylgja hefur starfað sem kennari við Egilsstaðaskóla undanfarin misseri. Alls sóttur 7 um starf verkefnastjóra.
Lesa
25.01.2017
kl. 14:14
Jóhanna Hafliðadóttir
Jón Arngrímsson hlaut Þorrann í ár fyrir ómetanlegt framlag til tónlistarlífs á Héraði.
Lesa
25.01.2017
kl. 08:00
Ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna verður opnuð í Sláturhúsinu laugardaginn 28. janúar klukkan 16. Sýningin er gjöf ljósmyndarans Ástu Kristjánsdóttur og Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í tilefni af 25 ára afmæli samtakanna og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Lesa
23.01.2017
kl. 16:40
Sett hefur verið upp í Safnahúsinu á Egilsstöðum sýning franska fornleifafræðingsins Söndru Coullenot á 25 ljósmyndum sem hún hefur tekið vítt og breitt um Ísland af gömlum byggingum
Lesa