Óskir íslenskra barna í Sláturhúsinu

Ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna verður opnuð í Sláturhúsinu laugardaginn 28. janúar klukkan 16. Sýningin er gjöf ljósmyndarans Ástu Kristjánsdóttur og Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í tilefni af 25 ára afmæli samtakanna og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Á sýningunni, sem er farandsýning, gefur að líta ljósmyndir prentaðar á álþynnur og er myndefnið íslensk börn. Myndirnar byggja á reynslusögum úr samtíma íslenskra barna sem hafa upplifað ofbeldi, vanrækslu, einelti eða fátækt. Einnig er á sýningunni vísað í Barnasáttmálann og frásagnir barna birtar.

Sýningin verður opin alla virka daga frá klukkan 13 til 17. Hægt er að bóka heimsóknir fyrir hópa, t.d. skólahópa og er stuðnings- og kennsluefni vegna slíkrar heimsóknar fáanlegt hjá fræðslufulltrúa MMF, iris@fljotsdalsherad.is. Opið er fyrir hópa frá klukkan 9 til 16 virka daga.