Ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna verður opnuð í Sláturhúsinu laugardaginn 28. janúar klukkan 16. Sýningin er gjöf ljósmyndarans Ástu Kristjánsdóttur og Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í tilefni af 25 ára afmæli samtakanna og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Á sýningunni, sem er farandsýning, gefur að líta ljósmyndir prentaðar á álþynnur og er myndefnið íslensk börn. Myndirnar byggja á reynslusögum úr samtíma íslenskra barna sem hafa upplifað ofbeldi, vanrækslu, einelti eða fátækt. Einnig er á sýningunni vísað í Barnasáttmálann og frásagnir barna birtar.
Sýningin verður opin alla virka daga frá klukkan 13 til 17. Hægt er að bóka heimsóknir fyrir hópa, t.d. skólahópa og er stuðnings- og kennsluefni vegna slíkrar heimsóknar fáanlegt hjá fræðslufulltrúa MMF, iris@fljotsdalsherad.is. Opið er fyrir hópa frá klukkan 9 til 16 virka daga.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.