Fréttir

Litla hafmeyjan í Tjarnargarðinum 2. ágúst

Litla hafmeyjan syndir til okkar á Egilsstaði um helgina og verður sýningin í Lómatjarnargarði föstudaginn 2. ágúst klukkan 18:00. Það er því um að gera að grípa með sér teppi til að sitja á, nesti að maula og myndavél til að taka myndir með persónunum eftir sýninguna. Miðaverð er 2.500 krónur, frítt fyrir 2ja ára og yngri.
Lesa

Sumarlokun bæjarskrifstofu

Minnt er á að hefðbundin sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs er frá og með mánudeginum 22. júlí og til og með mánudagsins 5. ágúst. Á þeim tíma verða flestir starfsmenn skrifstofunnar í sumarleyfi. Þó verður svarað í síma á hefðbundnum opnunartíma skrifstofunnar og reynt að greiða úr brýnustu erindum.
Lesa

Sumarlokun bæjarskrifstofu

Hefðbundin sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs verður frá og með mánudeginum 22. júlí og til og með mánudagsins 5. ágúst. Þó verður svarað í síma á hefðbundnum opnunartíma skrifstofunnar og reynt að greiða úr brýnustu erindum.
Lesa

Lokanir vegna sumarhátíðar

Vegna sumarhátíðar verður ssundlauginn og stígar í Selskógi lokuð á meðan keppni stendur Vegna sumarhátíðar UÍA verður sundlaugin lokuð til kl. 13:00 laugardaginn 13. Júlí. Sundmótið mun standa yfir frá kl. 9:00 til 13:00 og strax og því er lokið verður sundlaugin opnuð almenningi. Einnig verður stígum í Selskógi lokað á meðan fjallahjólakeppni stendur
Lesa

Metþáttaka í Urriðavatnssundi

Urriðavatnssundið 2019 fer fram 27. júlí. Að venju verður ræst í víkinni við starfsstöð Hitaveitu Egilsstaða og Fella sunnan við vatnið. Í ár verða 2 sundleiðir, 500 m skemmti- og ungmennasund en núna verður ungmennum á aldrinum 12-17 ára í fyrsta sinn gefinn kostur á formlegri þátttöku. Aldrei hafa fleiri verið skráðir til keppni, en samtals eru rúmlega 250 manns skráðir, þar af 240 í Landvættasundið.
Lesa

Nýr forstöðumaður ráðinn við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Ragnhildur Ásvaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Ragnhildur er með MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun og B.A. próf í kvikmyndagerð
Lesa

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæ Egilsstaða

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi á Fljótsdalshéraði. Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs þann 1. júlí 2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Egilsstaða.
Lesa

Atkvæðagreiðsla um sameiningu 26. október

Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að íbúar fái tækifæri til að kjósa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna þann 26. október næstkomandi.
Lesa

Skapandi sumarstörf í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði

Sumarið 2019 standa Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað að Skapandi sumarstörfum, samvinnuverkefni sveitarfélaganna sem miðar að því að ráða til starfa einstaklinga og hópa sem hafa áhuga á að efla listsköpun sína og um leið glæða sveitarfélögin lífi með listrænum og skapandi uppákomum.
Lesa