Nýr forstöðumaður ráðinn við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Ragnhildur Ásvaldsdóttir nýr forstöðumaður MMF
Ragnhildur Ásvaldsdóttir nýr forstöðumaður MMF

Ragnhildur Ásvaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Ragnhildur er með MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun og B.A. próf í kvikmyndagerð frá Colombia College í Chicago. Ragnhildur hefur undanfarin ár búið í Alta í Noregi þar sem hún hefur kennt fjölmiðlun, menningarmiðlun, ljósmyndun og kvikmyndagerð við Norges Artic University í Tromsö. Hún hefur einnig stýrt listagalleríi, Alta Kunstforening, sem rekið er af listafólki og áhugafólki um myndlist. Þá hefur hún starfað að heimildamyndagerð og dagskrárgerð fyrir sjónvarp.

Ragnhildur kemur til starfa í september og tekur þá við starfinu af Kristínu Amalíu Atladóttur sem verið hefur forstöðumaður miðstöðvarinnar frá því í byrjun árs 2017.

Alls sóttu 19 einstaklingar um starfið en þrír drógu umsókn sína til baka. Umsækjendur voru:

Auðdís Tinna Hallgrímsdóttir, Ása Hlín Benediktsdóttir, Egill Ingibergsson, Eva Dagbjört Óladóttir, Jónína Brynjólfsdóttir, Heiðdís Halla Bjarnadóttir, Hilda Kristjánsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Marta Kolbuszewska, Oddur Eysteinn Friðriksson, Páll Sigþór Pálsson, Ragnhildur Ástvaldsdóttir, Sandra Mjöll Jónsdóttir, Sólveig Dagmar Þórisdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Sveinn Snorri Sveinsson.