Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi

Eitt nýtt smit hefur bæst við á Austurlandi frá í gær og þau því sjö talsins í heildina. Hinir smituðu eru allir búsettir á Fljótsdalshéraði.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn Almannavarnanefndar á Austurlandi

Engin smit hafa greinst á Austurlandi síðustu tvo daga. Þau eru því sex talsins sem fyrr. Enginn þeirra smituðu telst alvarlega veikur. Allir eru þeir búsettir á Fljótsdalshéraði.
Lesa

Samvinna eftir skilnað – barnanna vegna

Á morgun, þann 1. apríl, opnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, rafrænan vettvang um sérðhæfða skilnaðarráðgjöf. Hann hefur samið við danskt fyrirtæki SES (Samarbejde efter Skilsmisse)um innleiðingu sérhæfðrar skilnaðarráðgjafar í félagsþjónustu til foreldra á Íslandi. Þetta er reynsluverkefnið hér á landi og fyrst um sinn unnið með í samvinnu við tvö sveitarfélög, Fljótsdalshérað og Hafnarfjörð.
Lesa

Bæjarstjórnarfundur 1. apríl

Miðvikudaginn 1. apríl 2020 klukkan 17:00 verður 311. fundur Bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs haldinn. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu, þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Kveðja frá samráðshópum um áfallahjálp

Samráðshópar um áfallahjálp í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi hafa nú verið virkjaðir vegna Covid-19 faraldursins, en í þeim hópum sitja fulltrúar Rauða krossins, Félagsþjónustu, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, lögreglu og Þjóðkirkjunnar á svæðinu. Með þessari kveðju til íbúa Austurlands viljum við vekja athygli á þeirri þjónustu sem í boði er og hvetja til uppbyggilegrar samstöðu.
Lesa

Heilræði í boði Embættis landlæknis

Nú hefur lýðheilsusvið landlæknisembættisins tekið saman 10 heilræði sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er gagnlegt að gera til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan.
Lesa

Sorphirðan, ófærðin og Covid-19

Gámafélagið vill koma á framfæri að í dag mánudaginn 30. mars verði tekið rusl í Hlíð og Tungu. Þá er verið að verið að tæma gráar tunnur í bænum. Minnt er á tilmæli frá Gámafélaginu varðandi Covid-19.
Lesa

Tilkynning frá Aðgerðastjórn 28. mars

Engin ný smit greindust á Austurlandi síðastliðin sólarhring. Sextán sýni voru tekin í gær en niðurstaða margra þeirra ókomin enn. Hún ætti að liggja fyrir á morgun. Staðfest smit því enn fimm talsins. Eftir smitrakningu hefur þeim sem eru í sóttkví fjölgað lítillega, eru 216 en voru 209 í gær.
Lesa

Aðlaðandi sveitarfélög í dreifbýli á Norðurlöndum

Komin er út skýrslan á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, þar er fjallað um aðlaðandi sveitarfélög í dreifðum byggðum á norðurlöndum. Á Íslandi er fjallað um tvö sveitarfélög og er Fljótsdalshérað annað þeirra.
Lesa

Tilkynning frá Aðgerðastjórn 27.mars

Fimm smit hafa nú greinst á Austurlandi en eitt bættist við frá því í gær. Þá hefur orðið nokkur fjölgun einstaklinga í sóttkví síðustu daga, en þeir eru nú 209 talsins. Fjölgun í sóttkví skýrist fyrst og fremst af smitum sem hafa greinst og fjölgun þeirra.
Lesa