Aðlaðandi sveitarfélög í dreifbýli á Norðurlöndum

Mynd úr skýrslunni
Mynd úr skýrslunni

Komin er út skýrsla á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, Aðlaðandi sveitarfélög í dreifbýli á Norðurlöndum (e. Attractive rural municipalities in the Nordic countries). Þar er fjallað um aðlaðandi sveitarfélög í dreifðum byggðum á norðurlöndum. Á Íslandi er fjallað um tvö sveitarfélög og er Fljótsdalshérað annað þeirra.

Skýrslan var á dagskrá á fundi bæjarráðs 23. mars sl. Þar fagnaði bæjarráð því að Fljótsdalshérað var annað af tveimur sveitarfélögum hérlendis sem fjallað var um sem aðlaðandi búsetukostur í dreifbýli á Íslandi.