25.06.2019
kl. 09:50
Jóhanna Hafliðadóttir
Eins og undanfarin ár skarta nokkrir gluggar og veggir á fjölförnum stöðum á Egilsstöðum og í Fellabæ ljóðum og kvæðum. Nú er nýlokið uppsetningu nýrra ljóða og að þessu sinni var leitað til nemenda Menntaskólans á Egilsstöðum, sem fengist hafa við ljóðagerð, að taka þátt í verkefninu. Það er gert í tilefni þess að á árinu er haldið upp á 40 ára afmæli skólans.
Lesa
24.06.2019
kl. 09:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Tour de Ormurinn hjólreiðakeppni fer fram laugardaginn 10. ágúst á Fljótsdalshéraði og í Fljótsdalshreppi. Keppnin hóf göngu sína árið 2012 og hefur keppandafjöldi farið stigvaxandi síðan þá en þátttökumet var slegið í fyrra!
Lesa
20.06.2019
kl. 16:30
Jóhanna Hafliðadóttir
Hin árlega Sólstöðuganga Ferðafélags Fljótsdalshéraðs verður farin í Stapavík föstudaginn 21. júní, kl. 20.00. Mæting er við hús Ferðafélagsins að Tjarnarási 8 á Egilsstöðum. Þaðan er ekið að Unaósi. Gengið er frá bílastæði og út með Selfljóti.
Lesa
20.06.2019
kl. 11:52
Jóhanna Hafliðadóttir
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tók í gær, 19.júní, til síðari umræðu framlagðar tillögur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps.
Lesa
20.06.2019
kl. 11:22
Jóhanna Hafliðadóttir
Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands hefur ákveðið að fella niður skráningargjöld fyrir þátttakendur af sambandssvæðinu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað 28. – 30. júní næstkomandi. Undirbúningi mótsins miðar vel.
Lesa
20.06.2019
kl. 00:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Opið hús í Samfélagssmiðju vegna tillögu að endurskoðun aðalskipulags fyrir hluta Grundar á Jökuldal
Lesa
19.06.2019
kl. 11:06
Jóhanna Hafliðadóttir
Skógardagurinn mikli verður haldinn í Mörkinni Hallormsstað laugardaginn 22. júní. Margt verður í boði m.a. Íslandsmeistaramótið í skógarhöggi, skógarhlaup og skemmtiskokk, tónlist og leikir. Ekki má svo gleyma heilgrilluðu nauti, lambakjöti og öðru matarkyns.
Lesa
18.06.2019
kl. 13:26
Jóhanna Hafliðadóttir
Þann 17. júní voru Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs veitt í fyrsta sinn. Hlutverk verðlaunanna er vera hvatning til eflingar á menningar- og listastarfi í sveitarfélaginu. Í vor var auglýst eftir ábendingum til verðlaunanna og á fundi sínum 11. júní komst atvinnu- og menningarnefnd einróma að þeirri niðurstöðu að Torvald Gjerde skuli hljóta Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs 2019.
Lesa
18.06.2019
kl. 09:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Samfélagssmiðjan að Miðvangi 31 (í gamla Blómabæ) verður opin í dag, þriðjudaginn 18. júní 2019 frá klukkan 15:00-18:00. Á staðnum, til skrafs og ráðagerða, verða Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála, og Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar.
Lesa
15.06.2019
kl. 10:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa tekið álit samstarfsnefndar um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna til fyrri umræðu og vísað því til síðari umræðu. Álit samstarfsnefndarinnar er að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í eitt.
Lesa