Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa tekið álit samstarfsnefndar um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna til fyrri umræðu og vísað því til síðari umræðu. Álit samstarfsnefndarinnar er að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í eitt.
Í skýrslunni Sveitarfélagið Austurland – stöðugreining og forsendur tillögu um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, má finna greiningu og hugmyndir um mögulega framtíðaruppbyggingu sveitarfélagsins, verði sameining samþykkt.
Greiningin er m.a. byggð á upplýsingum frá sveitarfélögunum, vinnu starfshópa sem samstarfsnefndin skipaði og vinnu á íbúafundum. Jafnframt var aflað gagna úr opinberum skýrslum og gagnagrunnum.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.