Skógardagurinn mikli 22. júní

Skógardagurinn mikli verður haldinn í Mörkinni Hallormsstað laugardaginn 22. júní. Margt verður í boði m.a. Íslandsmeistaramótið í skógarhöggi, skógarhlaup og skemmtiskokk, tónlist  og leikir. Ekki má svo gleyma heilgrilluðu nauti, lambakjöti og öðru matarkyns. 

Dagskrá Skógardagsins mikla 2019

11:00 Skógarhlaup 14 km um skógarstíga. Skráning klukkan 10:30
12:00 Skógarhöggskeppni, fyrri hluti hefst í skóginum (keppendur mæta klukkan 11:30)
11:45 Skemmtiskokk fjölskyldunnar 4 km, hlaup fyrir alla. Skráning frá klukkan 11:15

Formleg dagskrá hefst í Mörkinni klukkan 13:00
Kynnir er Guðný Drífa Snæland skógarbóndi

  • Ávarp: Guðfinna Harpa Árnadóttir, sauðfjárbóndi
  • Kór Áskirkju
  • Félag nautgripabænda á Héraði og Fjörðum býður upp á heilgrillað nauð og með því, í boði Íslyft
  • Pylsur í hundraðavís, ketilkaffi, lummur og ormabrauð að hætti skógarmanna
  • Félag sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum býður upp á grillað lambakjöt
  • Verðlaunaafhending í Skógarhlaupinu
  • Fjarðadætur
  • Öystein og Steinunn, tónlistaratriði
  • Ýmsar þrautir, trélist og hestar fyrir börn
  • Tónlistaratriði með Norðan 4 til 5
  • Trjáklifur – Arborista vinnubrögð, í boði Miðáss
  • Lokagreinar í skógarhöggi og Íslandsmeistarinn krýndur, verðlaun í boði MHG

Allir fara heim saddir og kátir klukkan 16:00 - Ýmislegt um viðburðinn  fyrr og nú má sjá á Facebooksíðu Skógardagsins