Ljóð á vegg - 13 skáld Menntaskólans á Egilsstöðum

Eitt ljóðanna eftir fyrrverandi nemanda ME sem má finna á glugga þar sem m.a. má finna Hús handanna.
Eitt ljóðanna eftir fyrrverandi nemanda ME sem má finna á glugga þar sem m.a. má finna Hús handanna.

Eins og undanfarin ár skarta nokkrir gluggar og veggir á fjölförnum stöðum á Egilsstöðum og í Fellabæ ljóðum og kvæðum. Nú er nýlokið uppsetningu nýrra ljóða og að þessu sinni var leitað til nemenda Menntaskólans á Egilsstöðum, sem fengist hafa við ljóðagerð, að taka þátt í verkefninu. Það er gert í tilefni þess að á árinu er haldið upp á 40 ára afmæli skólans.

Þetta er í sjötta sinn sem þetta er gert undir formerkjunum Ljóð á vegg. Fyrst voru sett upp kvæði eftir Pál Ólafsson og síðan Hákon Aðalsteinsson. Næst voru það ljóð eftir börn leikskólanna á Fljótdalshéraði og fyrir fjórum árum var leitað til fjórtán einstaklinga á Héraði og þeim boðið að taka þátt í verkefninu, en þemað var árstíðirnar. Árið 2015 var svo auglýst eftir ljóðum frá konum, búsettum eða frá Fljótsdalshéraði, í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Árið 2017 var þess minnst að 70 ár voru liðin frá því að Egilsstaðahreppur var stofnaður með lögum. Í tilefni þess voru valin ljóð og kvæði eftir einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að hafa búið á Fljótsdalshéraði í lengri eða skemmri tíma. Öll skáldin nema tvö voru fædd fyrir 1947.

Skáldin sem eiga ljóð eða kvæði á veggjum eða í gluggum núna eru Eva Dagbjört Óladóttir, Jóhann Valur Klausen, Stefán Bogi Sveinsson, Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Ása Þorsteinsdóttir, Gísli Björn Helgason, Sveinn Snorri Sveinsson, Þorsteinn Bergsson, Urður Snædal, Jónas Reynir Gunnarsson, Steinunn Rut Friðriksdóttir, Hrafnsunna Ross og Björgvin Gunnarsson.

Hér má sjá kort af staðsetningu ljóðanna þrettán.