Fréttir

17. júní hátíðarhöld og sýningaropnanir

Dagskrá Þjóðhátíðardags Íslendinga, þann 17. júní, fer fram á Fljótsdalshéraði að mestu í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum, eins og undanfarin ár. Einnig verða opnaðar tvær nýjar sýningar í Sláturhúsinu menningarsetri og í Minjasafni Austurlands verður opið þennan dag.
Lesa

Útivistar- og náttúrubingó Ungmennafélagsins Þristar

Í Hreyfivikunni 2019 deildi Ungmennafélagið Þristur frábæru útivistar- og náttúrubingói á Facebook. Á bingóspjaldinu eru hugmyndir að því hvernig hægt er að krydda gönguferðir og útivist með litlum áskorunum, t.d. froskahoppum, fjölskyldusjálfu og trjáfaðmi.
Lesa

Opnun samfélagssmiðju

Opnun samfélagssmiðju að Miðvangi 31 (í gamla Blómabæ) verður í dag, þriðjudaginn 11. júní 2019 klukkan 15. Opið verður til klukkan 18. Léttar veitingar í boði. Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Þar verða starfsfólk og kjörnir fulltrúar til skrafs og ráðagerða. Að auki verður þar fundarými og laust pláss fyrir hvers konar viðburði.
Lesa

Sumarsýningar Sláturhússins opna 17. júní

Líkt og verið hefur undanfarin ár er Sumarsýning Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs 2019 í Sláturhúsinu á Egilsstöðum tvískipt og opnar hún þann 17. júní.
Lesa

Samfélagssmiðja í gamla Blómabæ

Þessa dagana er verið að breyta „Blómabæjarhúsinu“, gömlu gróðurhúsi nálægt miðbæ Egilsstaða, í nokkurs konar samfélagssmiðju. Smiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri.
Lesa

Sumaráætlun strætó tekur gildi

Sumaráætlun almenningssamgangna á Fljótsdalshéraði hefur tekið gildi.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 5. júní

296. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 5. júní 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa