Opnun samfélagssmiðju

Samfélagssmiðja verður opnuð að Miðvangi 31 (í gamla Blómabæ)
Samfélagssmiðja verður opnuð að Miðvangi 31 (í gamla Blómabæ)

Samfélagssmiðja að Miðvangi 31 (í gamla Blómabæ) verður opnuð í dag, þriðjudaginn 11. júní 2019 klukkan 15. Opið verður til klukkan 18.

Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Þar verða starfsfólk og kjörnir fulltrúar til skrafs og ráðagerða, alltaf með heitt á könnunni. Að auki verður þar fundarými og laust pláss fyrir hvers konar viðburði, uppákomur og fundi. Þá er stefnt að því að nýta húsið á ýmsa vegu í þágu samfélagsins.

Hægt verður að skoða m.a. skipulagstillögur auk hugmynda um ásýnd Blómabæjarreitsins.

Til skrafs og ráðagerða við opnun smiðjunnar verða Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Anna Alexandersdóttir, formaður bæjarráðs. Léttar veitingar í boði.

Smiðjan verður opin, til viðbótar við daginn í dag, á mánu-, þriðju- og fimmtudögum frá og með þriðjudeginum 18. júní,  klukkan 15 til 18 og með viðveru verða bæði starfsfólk stjórnsýslu og kjörinna fulltrúa. Hvaða starfsfólk og kjörnir fulltrúar verða til staðar dagana 18., 20., 24., 25. og 27. júní verður upplýst um síðar á vefsíðu sveitarfélagsins.

Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í mótun samfélagsins okkar.