17. júní hátíðarhöld og sýningaropnanir

Dagskrá Þjóðhátíðardags Íslendinga, þann 17. júní, fer fram á Fljótsdalshéraði að mestu í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum, eins og undanfarin ár. Einnig verða opnaðar tvær nýjar sýningar í Sláturhúsinu menningarsetri og í Minjasafni Austurlands verður opið þennan dag.

Í Sláturhúsinu verður Sumarsýning Sláturhússins formlega opnuð klukkan 15. Á efri hæði hússins er að finna myndlistarsýninguna Ég er að deyja, einkasýningu eins af virtustu myndlistarmönnum á Íslandi samtímans, Kristínar Gunnlaugsdóttur. Í Frystiklefanum á neðri hæð er sett upp sýningin „Því ég var eins eftir sem fyrr undir hans valdi“ og fjallar hún um ævi og örlög Sunnefu Jónsdóttur frá Geitavík og það viðamikla sakamál sem Sunnefa varð kveikjan að.

Dagskrá Þjóðhátíðardags Íslendinga er þannig:

10:30 Hátíðarmessa fyrir alla fjölskylduna
Prestur sr. Þorgeir Arason og kór Egilsstaðakirkju syngur undir stjórn Torvald Gjerde

11:00 Skrúðganga frá Egilsstaðakirkju í Tjarnargarðinn
Fjölmennum í hátíðarskapi við kirkjuna og förum fylktu liði í fylgd Lúðrasveitar Fljótsdalshéraðs í Tjarnargarðinn

11:30 Fimleikasýning keppnishópa fimleikadeildar Hattar

12:00 Kassabílaþrautir á sparkvellinum við Egilsstaðaskóla
Hvetjum alla til að mæta með kassabíla og taka þátt í skemmtilegri keppni. Skráning og frekari upplýsingar gefur Kristdór á netfangið kristdor@dekkjahollin.is fyrir 15. júní nk.

12:00-13:00 LEGO samkeppni
Móttaka verka verður í Tjarnargarðinum. Börn sem eru á fimmta og tólfta aldursári skila inn verkum úr legókubbum. Þemað er ,,gamli tíminn“

12:00-15:00 Litli húsdýragarðurinn
Teymt undir börnum og dýr til sýnis

12:00-15:00 Andlitsmálun í Tjarnargarðinum fyrir börn 10 ára og yngri

12:00-15:00 Hoppukastalar

13:00 Hátíðardagskrá á sviði

  • Hátíðarræða
  • Tónlistaratriði
  • Fjallkona
  • Árleg viðurkenning Rótary
  • Tónlistaratriði
  • Húslestur
  • Afhending Menningarverðlauna Fljótsdalshéraðs
  • Verðlaunaafhending, LEGO samkeppni
  • Verðlaunaafhending, kassabílaþrautir
  • Tónlistaratriði

Minjasafn Austurlands býður öllum frítt inn í tilefni dagsins. Sýningin Slifsi.

Blöðrusala meistaraflokks kvenna í knattspyrnu í Hettunni frá klukkan 10:00 til 12:00.