Tour de Ormurinn 10. ágúst

Tour de Ormurinn hjólreiðakeppni fer fram laugardaginn 10. ágúst á Fljótsdalshéraði og í Fljótsdalshreppi. Keppnin hóf göngu sína árið 2012 og hefur keppandafjöldi farið stigvaxandi síðan þá en þátttökumet var slegið í fyrra!

Hjólaleiðir eru tvær, annars vegar 68 km og hins vegar 103 km og boðið er uppá einstaklings- og liðakeppni. Keppnin er opin öllum 12 ára og eldri. Hjólað er umhverfis Lagarfljótið í styttri hringnum en inn í botn Fljótsdals í þeim lengri. Rás- og endamark er á Egilsstöðum.

Metnaður er lagður í alla umgjörð keppninnar og mikil áhersla er lögð á öryggismál, en keppnin unnin í góðu samstarfi við lögreglu. Það er Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands sem sér um keppnina.

Hægt er að fylgjast með upplýsingum um keppnina á Facebooksíðu Tour de Ormurinn 2019 

Skráning í keppninga er á:  https://netskraning.is/ormurinn/