Fréttir

Skrifstofa HEF lokar - Covid-19

Starfsemi Hitaveitu Egilsstaða og Fella flokkast með mikilvægum innviðum samfélagsins. Því hefur verið gripið til þess að loka móttöku skrifstofunnar, Einhleypingi 1, Fellabæ. HEF hefur dreift starfsfólki sínu á 4 starfsstöðvar til að takmarka nánd starfsfólks eins og mögulegt er, án þess að þjónusta og afhendingaröryggi skerðist.
Lesa

Umboðsmaður barna í Samfélagssmiðjunni á Egilsstöðum

Hægt verður að hitta starfsfólk Umboðsmanns barna í Samfélagssmiðjunni á Egilsstöðum, fimmtudaginn 12. mars, frá klukkan 14:00 til 18:00. Með þeim verða til viðtals þær Anna Alexandersdóttir, formaður bæjarráðs og formaður félagsmálanefndar og Helga Guðmundsdóttir, fræðslustjóri milli klukkan 14 og 16 og þær Berglind Harpa Svavarsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar og Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri milli klukkan 16 og 18.
Lesa

Nýtt sveitarfélag stofnað og kosið milli 6 heita

Íbúar í nýsameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi greiða atkvæði um sex nafnatillögur í íbúakosningum sem fram fara 18. apríl. Þá hefur Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytið staðfest Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar nr.190/2020 og fyrirtækjaskrá Skattsins hefur gefið út kennitölu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið er því formlega orðið til en tekur til starfa eftir kosningarnar og fær í kjölfarið nafn.
Lesa

Leikhópurinn Lotta sýnir Hans klaufa

Leikhópurinn Lotta kemur í Egilsstaði laugardaginn 14. mars og ætla að sýna fjölskyldusöngleikinn Hans Klaufa í Valaskjálf klukkan 11:00 og aftur kl 14:00.
Lesa

Tilkynning frá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs

Fljótsdalshérað hefur ákveðið að takmarka þjónustu við viðkvæma hópa og grípa til aukinna aðgerða í kjölfar þess að Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við Sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19). Ákvörðun um þessa ráðstöfun er tekin með tilliti til hagsmuna fólks sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma.
Lesa

Fljótsdalshérað auglýsir styrki til íþrótta- og tómstundastarfs

Íþrótta- og tómstundanefnd Fljótsdalshéraðs auglýsir til umsóknar styrki til íþrótta- og tómstundastarfs með umsóknarfrest til og með 15. mars 2020. Fljótsdalshérað veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til íþrótta- og tómstundatengdra verkefna.
Lesa

Skapandi sumarstörf á Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð

Sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað leita að ungu fólki sem fætt er á árunum 1995 til 2003 til að taka þátt í skapandi starfi í allt að tíu vikur á tímabilinu 1. júní til 28. ágúst 2020. Skapandi sumarstörf eru hugsuð fyrir einstaklinga og hópa sem hafa áhuga á að efla listsköpun sína og um leið glæða sveitarfélögin lífi með listrænum og skapandi uppákomum. Umsóknarfrestur er til og með 22. mars 2020.
Lesa

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs þann 4. mars 2020 samþykktur og áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra. Samkvæmt sveitarstjórnalögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og er áætlað að síðari umræða fari fram miðvikudaginn 18. mars 2020.
Lesa

Viðbrögð við COVID-2019 kórónaveirunni

Á vefsíðu Landlæknis www.landlaeknir.is eru upplýsingar um viðbrögð við COVID-2019 kórónaveirunni uppfærðar jöfnum höndum. Þar er farið yfir hvernig veiran breiðist út og helstu einkenni hennar og hvernig draga má úr sýkingarhættu. Þar segir meðal annars að almenningur geti með auðveldum hætti dregið úr sýkingarhættu með því að gæta vel að persónulegu hreinlæti. Handþvottur og almennt hreinlæti í kringum augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi hefur lykilþýðingu við að forðast smit og fækka smitleiðum.
Lesa

Ráðherra kynnir áform um Hálendisþjóðgarð

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, kynnir áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs á opnum fundi á Hótel Héraði, Egilsstöðum fimmtudaginn 5. mars klukkan 20:00. Fundurinn er sá síðasti af átta í röð kynningarfunda vítt og breitt um landið.
Lesa