Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, kynnir áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs á opnum fundi á Hótel Héraði, Egilsstöðum fimmtudaginn 5. mars klukkan 20:00. Fundurinn er sá síðasti af átta í röð kynningarfunda vítt og breitt um landið.
Á fundinum fer ráðherra m.a. yfir forsendur og markmið með stofnun Hálendisþjóðgarðs og kynna helstu atriði frumvarps þar að lútandi sem hann hyggst mæla fyrir á Alþingi síðar í mánuðinum.
Um er að ræða fund sem fresta þurfti í tvígang í janúar sl. vegna umhleypinga í veðri.
Fundurinn er öllum opinn og fer fram í fundarsal Icelandair Hótels Héraðs.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.