Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs þann 4. mars 2020 samþykktur og áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra. Samkvæmt sveitarstjórnalögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og er áætlað að síðari umræða fari fram miðvikudaginn 18. mars 2020.

Helstu niðurstöður

  • Rekstrarafkoma Fljótsdalshéraðs árið 2019 var jákvæð um 254 millj. kr. samkvæmt samstæðureikningi sveitarfélagsins en fjárhagsáætlun 2019 með viðaukum gerði ráð fyrir 161 millj. kr. rekstrarafgangi.  Rekstarafkoma A hluta var jákvæð um 131 millj. kr. en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir 85 millj. kr. rekstarafgangi. 
  • Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir, fjármagnsliði og tekjuskatt (EBITDA)  í samstæðureikning Fljótsdalshéraðs var  jákvæð um 943 millj. kr. á árinu 2019 eða um 19,6% í hlutfalli af rekstartekjum. 
  • Í A hluta nam EBITDA 596 millj. kr. á árinu 2018 eða um 13,8% í hlutfalli af rekstartekjum.
  • Hrein fjármagnsgjöld námu  388 millj. kr. í samstæðu A og B hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 400 millj. kr.  Hrein fjármagnsgjöld A hluta námu 293 millj. kr. en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir 290 millj. kr.
  • Veltufé frá  rekstri nam 773 millj. kr. á árinu 2019 í samstæðu A- og B hluta eða 16% í hlutfalli af rekstartekjum.  Veltufé frá rekstri í A hluta nam 489 millj. kr. eða 11,3% í hlutfalli af rekstartekjum.
  • Eigið fé var jákvætt í árslok 2019 um 1.319 millj. kr. í samstæðu A- og B hluta að teknu tilliti til hlutdeildar minnihluta.  Eigið fé A hluta var jákvætt um 902 millj. kr. í árslok 2019.
  • Skuldir og skuldbindingar samstæðu A- og B hluta námu í árslok 2019 um 8.049 millj. kr. og lækka um 97 millj. kr. frá árinu 2018.  Skuldaviðmið skv. reglugerð um fjárhagsleg viðmið fyrir samstæðureikning A og B hluta er 130% í árslok 2019  en  skal skv. sveitarstjórnarlögum vera að hámarki  150%.

Nánari greinargerð ásamt ársreikingi er að finna hér á heimasíðunni