Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæ Egilsstaða

Horft yfir göngugötuna til norðaustur
Horft yfir göngugötuna til norðaustur

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi á Fljótsdalshéraði.

Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs þann 1. júlí 2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Egilsstaða.

Við endurskoðun á miðbæjarskipulaginu er unnið áfram með grunnhugmynd sem byggir á gildandi deiliskipulagi frá 2006. Leitast er við að færa skipulagið í átt að vistvænu skipulagi og skapa vandaða miðbæjarbyggð. Meiri áhersla er lögð á umferðaröryggi, lækkun hámarkshraða bíla og aukin áhersla er á fjölbreytta ferðamáta fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Byggðin hefur verið þétt til muna og hlutfall íbúða aukið. Með því að þétta byggðina er stuðlað að betri landnýtingu og skapað fjölbreytt og líflegt bæjarumhverfi. Þannig munu íbúar, starfsfólk, gestir og gangandi styrkja miðbæinn félagslega og efnahagslega.

Tillagan er sett fram á:  

Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofu að Lyngási 12, Egilsstöðum.

Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum rennur út þann 18. ágúst nk. Athugasemdir skal senda í tölvupósti til gunnlaugur@egilsstadir.is eða í bréfpósti til Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12, 700 Egilsstaðir.

f.h. bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi