Urriðavatnssundið 2019 fer fram 27. júlí. Að venju verður ræst í víkinni við starfsstöð Hitaveitu Egilsstaða og Fella sunnan við vatnið. Í ár verða 2 sundleiðir, 500 m skemmti- og ungmennasund en núna verður ungmennum á aldrinum 12-17 ára í fyrsta sinn gefinn kostur á formlegri þátttöku. Hin sundleiðin er 2,5 km, kölluð Landvættasund, enda hluti af Landvættakeppninni, þar sem þátttakendur verða að ljúka keppni í hjólreiðum, sundi, hlaupi og skíðagöngu á innan við ári.
Aldrei hafa fleiri verið skráðir til keppni, en samtals eru rúmlega 250 manns skráðir, þar af 240 í Landvættasundið. Björgunarsveitir á Austurlandi sjá um öryggisgæslu og uppsetningu búnaðar á og við vatnið og fleiri félagasamtök leggja framtakinu lið á ýmsan máta.
Vegna þess hve fjöldi þátttakenda hefur vaxið hratt, vantar sjálfboðaliða í ýmis verkefni bæði á sunddaginn sjálfan og dagana á undan. Þar eru verkefni eins og afhending gagna og aðstoð við skráningu, aðstoð við sundmenn á sundstað, aðstoð við tímatöku, ræsingu og margt fleira. Þeir sem áhuga hafa geta skráð sig með því að senda tölvupóst á netfangið vinna@urridavatnssund.is og tilgreina þar nafn, síma og netfang.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.