Sumarlokun bæjarskrifstofu

 Minnt er á að hefðbundin sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs er frá og með mánudeginum 22. júlí og til og með mánudagsins 5. ágúst. Á þeim tíma verða flestir starfsmenn skrifstofunnar í sumarleyfi.

Þó verður svarað í síma á hefðbundnum opnunartíma skrifstofunnar og reynt að greiða úr brýnustu erindum.