Litla hafmeyjan í Tjarnargarðinum 2. ágúst

Litla hafmeyjan syndir til okkar á Egilsstaði um helgina og verður sýningin í Lómatjarnargarði föstudaginn 2. ágúst klukkan 18:00. Það er því um að gera að grípa með sér teppi til að sitja á, nesti að maula og myndavél til að taka myndir með persónunum eftir sýninguna. Miðaverð er 2.500 krónur, frítt fyrir 2ja ára og yngri.

Sagan um Litlu hafmeyjuna gerist inni í Ævintýraskóginum eins og Lottu er von og visa en eðli málsins samkvæmt höldum við okkur ekki bara inni í skóginum heldur dýfumokkur á bólakaf í sjóinn sem umlykur hann. Þar kynnumst við hafbúum, þeim Báru, Sævari og Öldu, ásamt ógurlegum kolkrabba sem á gullfiska að gæludýrum. Sagan ber okkur einnig upp á land þar sem þjóðsagan um Hlina kóngsson blandast skemmtilega saman við Litluhafmeyjuna. Sögurnar tvær fléttast saman í glænýtt ævintýri þar sem drottning, kóngur og ægileg tröll koma einnig við sögu. Fleira skal ekki gefið upp að sinni enda sjón sögu ríkari.