Sumarlokun bæjarskrifstofu

Sumarleyfi bæjarstjórnar og sumarlokun bæjarskrifstofu 2019

Á fundi bæjarstjórnar þann 8. maí var samþykkt að sumarleyfi bæjarstjórnar 2019, verði frá síðari fundi bæjarstjórnar 19. júní, til og með 12. ágúst og mun bæjarráð fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma, sbr. 5. mgr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarfrí verður 21. ágúst.

Jafnframt hefur bæjarstjórn samþykkt að hefðbundin sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs verði frá og með mánudeginum 22. júlí og til og með mánudagsins 5. ágúst. Á þeim tíma verða flestir starfsmenn skrifstofunnar í sumarleyfi. Þó verður svarað í síma á hefðbundnum opnunartíma skrifstofunnar og reynt að greiða úr brýnustu erindum.