Tónlist eftir Charles Ross á Myrkum músíkdögum

Myndir eftir Stórval eru viðfangsefni tónlistarinnar á tónleikunum.
Myndir eftir Stórval eru viðfangsefni tónlistarinnar á tónleikunum.

Nútímasveitin Stelkur flytur tónlist eftir Charles Ross í Hörpu, Reykjavík, laugardaginn 28. janúar kl. 20. Á tónleikunum verða frumflutt verk eftir Charles Ross þar sem málverk listamannsins Stefáns frá Möðrudal, Stórval, verða túlkuð með tónum. Við flutning verkanna verður myndefninu varpað á vegg. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Myrkra músíkdaga. Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á vefsíðu Hörpu eða hér.