Álagning fasteignagjalda á Fljótsdalshéraði 2017

Nú er lokið álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2017 og kröfur vegna 1. gjalddaga af 9 verið stofnaðar í heimabanka. Gjalddagar eru 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september, og 1. október.

Álagningarseðlar fasteignagjalda verða birtir rafrænt í íbúagáttinni. Íbúagáttina má finna á heimasíðu Fljótsdalshéraðs www.fljotsdalsherad.is. Eins er hægt að nálgast álagningaseðla á www.island.is.

Eigendur fasteigna í Fljótsdalshéraði, fá almennt ekki heimsenda álagningar- og greiðsluseðla (reikninga). Upplýsingar um ógreiddar kröfur og hreyfingar eru aðgengilegar í rafrænni íbúagátt sveitarfélagsins, en fyrirtæki og þeir sem hafa sérstaklega óskað eftir að fá senda álagningar- og greiðsluseðla á pappír
munu fá þá senda með pósti eins og verið hefur.

Álagning fasteignaskatts á húsnæði sem er leigt út til gistingar, er í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs frá 18.01.2017 og lög um tekjustofna sveitarfélaga. Farið er eftir lista frá sýslumanni um gild leyfi til þessháttar starfsemi í sveitarfélaginu, miðað við 31. des. sl. Allt slíkt húsnæði í flokkum II til V fær álagningu sem atvinnuhúsnæði á ársgrunni. Húsnæði í flokki I (heimagisting) fær álagningu á ársgrundvelli miðað við uppgefna nýtingu húsnæðisins í fermetrum til útleigu, samkvæmt upplýsingum frá leyfishafa.