Dagur nýsköpunar í Egilsstaðaskóla

Nýsköpunardagur verður haldinn í Egilsstaðaskóla fimmtudaginn 2. febrúar. Nýsköpun hefur verið ein af áherslum skólans undanfarin ár og er dagurinn hluti af því að halda henni á lofti í skólastarfinu. Dagurinn er tvöfaldur skóladagur. Dagskrá nýsköpunardagsins hefst klukkan 17 og er foreldrum er boðið sérstaklega til þessarar dagskrár með börnum sínum.

Dagskráin verður eftirfarandi:

Kl. 17:00-17:40 - Nemendur verða í heimastofum með umsjónarkennurum og kynna þar afrakstur nýsköpunarvinnu bekkjarins.
Kl. 17:40-18:20 - Opin sýning. Kynning á nýsköpunarvinnu í skólanum og sveitarfélaginu víða um skólann.

Dagskrá lýkur um 18:20.