Eyþór heiðraður fyrir umhverfisvernd

Mynd tekin af Facebooksíðu Eyþórs.
Mynd tekin af Facebooksíðu Eyþórs.

Náttúruverndarsamtök Austurlands veittu hlauparanum Eyþóri Hannessyni viðurkenningu í gær á degi umhverfisins. Eyþór sem býr á Egilsstöðum og skokkar og gengur um nágrennið og tínir rusl í leiðinni. Hann birtir gjarnan afrakstur erfiðisins á Facebooksíðu sinni – og ruslaheimturnar eru ótrúlegar.

Náttúruverndarsamtökin veittu Eyþóri viðurkenninguna  fyrir störf í þágu umhverfisverndar. Þau telja hann sýna gott fordæmi og vekja athygli á mikilvægi þess að ganga vel um. Framvegis ætla samtökin að veita árlega viðurkenningu til einhvers sem hefur tekið til hendinni í þágu umhverfisins. Rúnar Snær var með frétt og viðtal við Eyþór í kvöldfréttum RÚV í gær. Slóðin á fréttina er hér.