Náttúruverndarsamtök Austurlands veittu hlauparanum Eyþóri Hannessyni viðurkenningu í gær á degi umhverfisins. Eyþór sem býr á Egilsstöðum og skokkar og gengur um nágrennið og tínir rusl í leiðinni. Hann birtir gjarnan afrakstur erfiðisins á Facebooksíðu sinni – og ruslaheimturnar eru ótrúlegar.
Náttúruverndarsamtökin veittu Eyþóri viðurkenninguna fyrir störf í þágu umhverfisverndar. Þau telja hann sýna gott fordæmi og vekja athygli á mikilvægi þess að ganga vel um. Framvegis ætla samtökin að veita árlega viðurkenningu til einhvers sem hefur tekið til hendinni í þágu umhverfisins. Rúnar Snær var með frétt og viðtal við Eyþór í kvöldfréttum RÚV í gær. Slóðin á fréttina er hér.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.